GoPro fyrir .NET 2.5 er komin út.
Þessi útgáfa styður við Internet Explorer 11 og Windows Server 2012, gerir notendum kleift að bæta við nýjum einingum á einfaldan hátt og stóreykur öryggi við gagnameðhöndlun. Við viljum minna viðskiptavini sem ekki hafa uppfært í 2.5 á að bíða með að uppfæra í IE 11, þar sem eldri útgáfur munu ekki styðja við þennan vafra!
Nú má á einfaldan hátt virkja aðgang fyrir GoPro á snjalltæki, bæta við Skilalausn fyrir rafræn skil og bæta við öflugri Stjórnendasýn. Auk þess er auðvelt að virkja öflugar viðbótareiningar eins og Umsóknarkerfi og Samningakerfi fyrir GoPro.
Útgáfan býður upp á ýmislegt sem auðveldar líf skjalastjóra og almennra GoPro notenda. Merkja má skjöl í GoPro sem trúnaðarskjöl, opna skjöl beint án millispjalda, og hlaða niður öllum skjölum máls í “zip” skrá svo örfá dæmi séu nefnd!
Ný stílsnið fyrir prentun, breytingar á hegðun viðmótsins og ýmsar umbætur í GoPro Desktop og hliðarstiku gera þessa útgáfu sérlega bitastæða, sérstaklega fyrir þá sem vinna mikið í GoPro eða Microsoft Outlook.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 510 3100 og fáðu kynningu á nýjungunum í GoPro fyrir .NET 2.5!