Tag Archive for: GoPro fyrir .NET

Regluleg uppfærsla: GoPro fyrir .NET 2.9

GoPro fyrir .NET útgáfa 2.9 er komin út. Þessi útgáfa er hluti af reglulegum uppfærslum GoPro upplýsingakerfisins.

Ýmsar breytingar er að finna í þessari viðhaldsútgáfu. Búið er að auka skilvirkni kerfisins og bæta leitina, auk þess sem fleiri valmöguleikar tengdir öryggismálum standa nú til boða. Nánari upplýsingar má nálgast hjá þjónustudeild.

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.8

Ný viðhaldsútgáfa er komin út fyrir GoPro fyrir .NET. Útgáfan er kjörin fyrir viðskiptavini í GoPro 2.5 eða eldri, en hún inniheldur allar breytingar fyrri útgáfa auk nokkurra vel valinna umbóta.

Sem dæmi um nýjungar má nefna möguleikann á að breyta skráarheitum, sýna ‚Aðra starfsmenn‘ í málasjónarhorni og áframsenda marga tölvupósta í einu. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband og fá nánari kynningu á nýjungum, en mikil þróun hefur átt sér stað í GoPro fyrir .NET undanfarin ár.

Þarft þú samningakerfi?

Samningar eru mikilvægur þáttur í rekstri allra fyrirtækja. Gerð og undirritun samnings er aðeins upphafið, því samninga þarf að vakta út líftíma þeirra. Eftir því sem fleiri samningar koma við sögu, því erfiðara verður að halda yfirsýn yfir allar þær dagsetningar, aðgerðir og ákvarðanir sem þeim tengjast. GoPro Samningakerfið er hannað til að létta á þessari byrði, skerpa yfirsýn og efla vöktun.

  • Samningar þurfa að vera auðfundnir og aðgengilegir
  • Mikilvægar ákvarðanir þarf að taka á réttum tíma til að forðast áhættu
  • Skýr yfirsýn samningsatriða forðar misskilningi milli samningsaðila
  • Fylgja þarf eftir samningsatriðum svo ekki komi til tafa og umframkostnaðar
  • Skrá þarf breytingar og athugasemdir á skýran og rekjanlegan hátt
  • Vakta þarf ábyrgðaratriði og tímamörk endurskoðunar
  • Halda þarf utan um samskipti samningsaðila

Láttu ekki tækifærin ganga þér úr greipum. Þar sem samningsatriði fara úrskeiðis liggur ekki aðeins við efnahagslegt tap, heldur hnekkir það á trausti og trúverðugleika. Góð stjórn samninga, sem stuðlar að betri vinnubrögðum og greiðari samskiptum, skilar sér í bættum rekstri og jákvæðari tengslum við viðskiptavini og samstarfsaðila. Traustara samstarf bætir þar að auki orðspor og ímynd fyrirtækisins. Þetta er enn mikilvægara fyrir opinberar stofnanir, eins og Ríkisendurskoðandi hefur nýlega bent á.

Samningakerfið leysir þessi atriði og meira til. Með GoPro Samningakerfinu forðast þú óþarfa tap, tafir og áhættu í rekstri. Það auðveldar samningagerð og umsjón samninga, með öflugri vöktun, skýru yfirliti, stöðluðum samningum og fullum rekjanleika. Kynntu þér málið. Hafðu samband og fáðu kynningu á GoPro Samningakerfinu í dag. Einnig bjóðum við upp á hraðnámskeið í GoPro Samningakerfinu á sérstöku tilboðsverði í febrúar.

Morgunkaffi með Hugviti: Kynning á GoPro fyrir .NET 2.7

Við bjóðum viðskiptavinum okkar til morgunverðar þar sem við kynnum nýjungar í GoPro fyrir .NET, Samningalausnina og skýrslugerð í GoPro.

Að vanda förum við einnig yfir sniðuga notkunarmöguleika og svörum spurningum notenda.

 

Staður: Tunguháls 19, 4. hæð
Dags: 13. nóvember, kl. 8.30-10.00

Morgunkynningar okkar eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig!

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.7

Ný útgáfa GoPro fyrir .NET býður upp á öflugar nýjungar í skjalastjórnun, verkefnastjórnun og eykur hraða kerfisins.

  • Nýjungar í skjalastjórnun
  • Liprari verkferlar
  • Öflugar kerfisbætur

Nýjungar í skjalastjórnun

Berðu saman ólíkar útgáfur skjals með einni aðgerð í GoPro. Settu útgáfur og milliútgáfur í útgáfustjórnun til að fá betra yfirlit yfir tímalínu mikilvægra skjala. Skjöl fá nú skjalanúmer sem má flokka og leita eftir. Flyttu inn möppur með öllum undirmöppum og tilheyrandi skjölum – þú dregur einfaldlega inn efstu möppuna og hitt fylgir með. Auðveldara er líka að búa til skjöl eftir sniðmátum, því nýjar birtingarstillingar leyfa kerfisstjórum að velja hvaða sniðmát birtast í hverju samhengi.

Lesa meira

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.5

GoPro fyrir .NET 2.5 er komin út.

Þessi útgáfa styður við Internet Explorer 11 og Windows Server 2012, gerir notendum kleift að bæta við nýjum einingum á einfaldan hátt og stóreykur öryggi við gagnameðhöndlun. Við viljum minna viðskiptavini sem ekki hafa uppfært í 2.5 á að bíða með að uppfæra í IE 11, þar sem eldri útgáfur munu ekki styðja við þennan vafra!

Nú má á einfaldan hátt virkja aðgang fyrir GoPro á snjalltæki, bæta við Skilalausn fyrir rafræn skil og bæta við öflugri Stjórnendasýn. Auk þess er auðvelt að virkja öflugar viðbótareiningar eins og Umsóknarkerfi og Samningakerfi fyrir GoPro.

Útgáfan býður upp á ýmislegt sem auðveldar líf skjalastjóra og almennra GoPro notenda. Merkja má skjöl í GoPro sem trúnaðarskjölopna skjöl beint án millispjalda, og hlaða niður öllum skjölum máls í “zip” skrá svo örfá dæmi séu nefnd!

Ný stílsnið fyrir prentun, breytingar á hegðun viðmótsins og ýmsar umbætur í GoPro Desktop og hliðarstiku gera þessa útgáfu sérlega bitastæða, sérstaklega fyrir þá sem vinna mikið í GoPro eða Microsoft Outlook.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 510 3100 og fáðu kynningu á nýjungunum í GoPro fyrir .NET 2.5!