MEIRA
öll skjöl
á einum stað
taumhald á
tölvupóstum
stöðluð verkferli
einfalt viðmót

Hugvit þróar upplýsingakerfið GoPro Foris.
GoPro Foris heldur utan um skjöl, mál, upplýsingar, samskipti og verkferla.

docv_ic

Póstlistinn

Vilt þú vita hvað er á döfinni? Fáðu tilkynningar um útgáfur, kynningar og fleira.

Skráðu þig hér

files_ic

Námskeið

Hugvit heldur ýmis námskeið fyrir notendur og kerfisstjóra, bæði byrjendur sem lengra komna.

Ert þú að nýta GoPro til fulls? Skráðu þig í dag.

mail_ic

Hafðu samband

Hefurðu spurningar? Við höfum svör.

Sendu okkur línu eða hringdu í síma 510 3100.

Hugvit

Hugvit er leiðandi í þróun á skjala- og málakerfi.

Við búum yfir 25 ára reynslu og leggjum metnað í að vera traust og framsækið tæknifyrirtæki. Starfsfólk okkar hefur víðtæka reynslu af þróun og innleiðingu hugbúnaðar og við störfum með mörgum af stærstu stofnunum og fyrirtækjum Íslands.

  • Þróun

    Við þróum hugbúnaðinn GoPro. GoPro er hópvinnukerfi sem notað er í rafrænni málastjórnun og skjalastjórnun um allan heim.

  • Framsækni

    Við þróum öflugar lausnir sem auka virkni GoPro kerfisins. Viðskiptavinum okkar gefst því tækifæri til að sníða kerfið að sínum þörfum á einfaldan hátt.

  • Þjónusta

    Við bjóðum upp á úrval þjónustu, námskeiða og ráðgjafar í notkun GoPro. Þjónustudeild okkar er skipuð sérfræðingum með margra ára reynslu í uppsetningu, aðstoð og kennslu.

  • Öryggi

    Hugvit er traust fyrirtæki með tveggja áratuga sögu af styrkum rekstri. Fyrirtækið er vottað eftir ISO 27001:2013 og hefur hlotið ýmis verðlaun í gegnum árin og fengið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki undanfarin 6 ár.

Ummæli

GoPro er ein af lykillausnum í rekstri Netorku. Með GoPro höfum við yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila og getum áttað okkur á svipstundu á stöðu verkefna fyrirtækisins.

Þjónustugátt GoPro hefur gert okkur mögulegt að skila íbúum Seltjarnarness betri þjónustu með sólarhrings aðgengi að einföldum en skilvirkum umsóknum. Bæjarfélagið hefur náð góðum árangri við að gera úrvinnslu umsókna skilvirkari með samþættingu við innri kerfi, þar sem upplýsingar streyma inn í mála- og fjárhagskerfi. Innleiðing GoPro þjónustugáttarinnar hefur verið ánægjulegt ferli þar sem markmiðið var að auka þjónustustig við íbúa.