Námskeið og
ráðgjöf

Námskeið og ráðgjöf

Skoða námskeiðFá ráðgjöfFá ráðgjöfSkoða námskeið

Námskeið

Hugvit býður upp á fjölbreytt námskeið í GoPro Foris kerfinu sem henta bæði byrjendum, lengra komnum notendum og kerfisstjórum. Námskeiðin eru sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar og eru haldin á staðnum okkar að Tunguhálsi 19, hjá ykkur, eða í fjarkennslu með Teams, eftir því sem hentar best í hvert skipti.

Námskeið fyrir umsjónarfólk / kerfisstjóra 

GoPro Umsjón

2 tímar

Yfirferð á stillingum og virkni á kerfisstjórnborði. Meðal annars verður farið yfir skráningu notenda, aðgangsstýringar, málasniðmát, lista, málalykla og helstu stillingar.

Nýtt kerfisstjórnborð

60 mínútur

Farið yfir nýtt kerfisstjórnborð. Meðal annars stillingar, listar, flokkar og notendaumsjón. Stofnun mála- og skjalasniðmáta. Notkun á „tögum“ í bréfsefnum og tölvupóst sniðmátum.

Uppsetning verkferla, fasa og gátlista

60 mínútur

Hvernig á að brjóta mál niður í verkhluta/fasa, hvernig á að setja upp ábyrgð á einstökum verkhlutum, setja inn gátlista og aðgerðir sem tengjast þeim. Hvernig tengja á tilbúin bréf, tölvupósta eða aðrar aðgerðir við fasa undir máli.

Fyrir almenna notendur

GoPro Grunnnámskeið

1-2 tímar

Farið yfir allar helstu aðgerðir. Meðal annars skráning fyrirtækja, tengiliða, einstaklinga, mála, skjala og samskipta. Vinna í Add-in fyrir Outlook, draga og sleppa skjölum og póstum.

Samþætting við Teams

30 mínútur

Farið yfir helstu virkni Teams samþættingar. Meðal annars hvernig sækja á GoPro Importer, tengja Teams rás við mál og skjölun Teams gagna.

Vöktun og skráning samninga

30 mínútur

Farið yfir uppsetningu á samningasniðmátum og stillingar á þeim. Uppsetning staðlaðra samninga og samningsskjala. Skráning samninga og vöktunaratriða. Sýn á lokafresti, skráningar í dagatal og tilkynningar.

Leit, síun á gögn og skýrslugerð

30 mínútur

Almennt um leitarmöguleika í GoPro Foris. Meðal annars um almenna leit og ítarleit. Hvernig eru leitarskilyrði sett inn. Hvernig valin eru gögn og flutt í excel til skýrslugerðar.

Unnið í GoPro Foris í Outlook

30 mínútur

Farið yfir helstu virkni í GoPro Add-In fyrir Outlook. Meðal annars leiðir til að draga og sleppa skjölum og póstum í GoPro Foris, yfirsýn á skjalaða pósta, stofna mál, viðskiptavini og fleira í GoPro Add-In.

Rafræn skil og málavinnsla

60 mínútur

Hverju þurfa skjalastjórar hjá opinberum stofnunum að huga að við rafræn skil og gerð vörsluútgáfu til að skila til Þjóðskjalasafns Íslands. Meðal annars málalyklar og útgáfustýring á þeim, upphaf og lok mála, tímafrestir á málum.

© Copyright - Hugvit