Með auknum tengimöguleikum í GoPro Foris er nú bæði hægt að senda og móttaka gögn beint frá Ísland.is.
Birting gagna í Pósthólfi Ísland.is
Þessi lausn gerir notendum kleift að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is. Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is. Þetta er ígildi þess að senda ábyrgðarbréf til einstaklings eða lögaðila.
Móttaka gagna frá Ísland.is í GoPro Foris
Hægt er að móttaka gögn frá Ísland.is í GoPro Foris. Þegar gögnin berast í GoPro stofnast sjálfkrafa mál og málsaðili og innsend gögn vistast sem hluti af málinu. Þessi lausn skapar gríðarlegt hagræði og eykur öryggi í móttöku gagna frá ytri aðilum.
Þessar tengilausnir tryggja ekki eingöngu deilingu eða móttöku gagna, heldur tryggja þær rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur birtingu eða móttöku gagna til og frá Ísland.is.
Kynntu þér hvaða leið myndi henta þér til að ná fram aukinni hagræðingu í móttöku gagna.