Skilalausn
Opinberum stofnunum ber skylda til að afhenda rafræn gögn til Þjóðskjalasafns Íslands eða héraðsskjalasafna.
Rafræn gögn ber að varðveita eins og önnur opinber gögn, ýmist rafrænt eða á prentuðu formi. Mikið hagræði má ná með því að afhenda rafræn gögn á rafrænu formi, í stað þess að prenta þau öll út. Gögnin þurfa að vera aðgengileg og auðfundin, og umsýslukerfið verður að styðja við verklag stofnunarinnar jafnt sem kröfur Þjóðskjalasafns Íslands.
- Rafræn skil minnka kostnað, tíma og erfiði skjalavörslu
- Viðbótarvirkni sem tryggir varanlegt útlit skjala
- Gerir skjalastjórum kleift að ganga frá og yfirfara gögn fyrir skil
- Vörsluútgáfa sem mætir kröfum um rafræn skil til Þjóðskjalasafns
- Frábær viðbót við GoPro mála- og skjalastjórnunarkerfið