Þjónustugátt

Gefðu viðskiptavinum þínum greiðan aðgang að þjónustu og upplýsingum um mál sem þeim tengjast.

Innskráðir aðilar geta sent inn erindi og fylgst með framgangi mála sinna. Þjónustugáttina má nota á ýmsan hátt, en hún er til dæmis notuð sem vefsvæði fyrir íbúa í sveitarfélögum, umsóknargátt fyrir óháða verktaka hjá eftirlitsstofnunum og sem upplýsingaveita innan fyrirtækja.

  • Persónuleg innskráning veitir aðgang að þjónustu og upplýsingum
  • Innsend eyðublöð stofna sjálfkrafa mál í GoPro kerfinu
  • Auðvelt að bæta við þjónustum og eyðublöðum
  • Léttir á álagi þjónustudeilda
  • Eykur afgreiðsluhraða og upplýsingaaðgengi
  • Aðgengi í snjalltækjum