Metnaður, framsækni
og traustur rekstur

Hugvit þróar mála- og skjalakerfið GoPro Foris

Hugvit hefur náð frábærum árangri í hugbúnaðarþróun með GoPro lausnirnar. Við höfum unnið með hundruðum viðskiptavina um allan heim og búum yfir meira en 25 ára reynslu. GoPro lausrnirnar eru í stöðugri þróun og eru noaðar hjá fyrirtækjum og stofnunum eins og World Bank í Washington, Oxford Háskóli í Bretlandi, Reykjavíkurborg, Landsréttur, TM, Landsbankinn og Atlanta sem dæmi. 

GoPro lausnirnar hafa hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar í gegnum árin, meðal annars Nýsköpunarverðlaun Rannsóknar- og útflutningsráðs, Útflutningsverðlaun Forseta Íslands og IBM Lotusphere Best in Show verðlaunin ásamt Beacon verðlaunum fyrir framsæknustu hugbúnaðarlausn. Hugvit hf hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári, frá árinu 2010.

Hjá Hugviti starfa um 60 starfsmenn á sviði sölu, ráðgjafar, kennslu, þjónustu og þróunar og á GoPro fyrir hin ýmsu tækniumhverfi. Um 95% starfsmanna eru háskólamenntaðir og hafa ráðgjafar og verkefnastjórar okkar þar að auki margvíslegar vottanir á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar. Hugvit notar Prince2 aðferðafræðina við verkefnastjórnun og innleiðingu og er hún samþætt við Agile aðferðafræðina sem Hugvit notar við þróun lausna.

Hugbúnaðarþróun í samvinnu við íslenska viðskiptavini er lykiláhersla í starfsemi Hugvits og við státum okkur af því að leggja ávallt mikinn kraft í þróun til að mæta kröfum framtíðarinnar.

Við byggjum starfsemi okkar á öryggi, trausti og heiðarleika og höfum það sem okkar leiðarljós.

– Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri

Stjórn Hugvits

Helga Ingjaldsdóttir er einn upphaflegra stofnenda Hugvits og hefur yfir 20 ára reynslu í íslenska hugbúnaðargeiranum. Hún stýrir fjármálum fyrirtækisins og er Cand.oecon í viðskiptafræði og fyrirtækjastjórnun.

Eggert Claessen er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarsjóðsins Frumtaks. Hann hefur doktorsgráðu í viðskiptafræði og víðtæka reynslu af frumkvöðlastarfsemi, bæði sem fjárfestir og leiðbeinandi fyrir sprotafyrirtæki.

Hálfdan hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum s.l. 30 ár á Íslandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hans sérsvið er viðskiptahugbúnaður og greiðslumiðlun. Hálfdan situr í stjórn Frumtaks og starfar hjá Valitor hf.

Almennar upplýsingar

Hugvit hf. 
Tunguhálsi 19
110 Reykjavík
Sími 510 3100
Þjónustusími 510 3200
Netfang: hugvit@hugvit.is

Kennitala 661196-2119
VSK númer 52657
Hugvit hf. er skráð hjá Hlutafélagaskrá.

Styrkir og samfélagsmál

Hugvit hefur það að stefnu sinni að styrkja eitt málefni á ári og er það valið fyrir jólin. Góðgerðarfélög eru vinsamlegast beðin um að senda tölvupóst á styrkur@hugvit.is til að óska eftir styrkjum.

Mannauður Hugvits er okkar dýrmætasta auðlind og leggjum við því ríka áherslu á stuðning við heilbrigt líferni og jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Sveigjanlegur vinnutími og fjarvinnumöguleikar koma til móts við þarfir fjölskyldufólks. Aðgengi er jafnt fyrir alla í starfsemi fyrirtækisins, jafnt starfsmenn sem viðskiptavini.

Stefnur og staðlar

Hugvit hefur sett sér eftirfarandi stefnur

Upplýsingaöryggi 

Umhverfisstefna

Persónuvendarstefna