Yfirsýn

Finndu það sem þú leitar að
hratt og örugglega

Betra aðgengi að upplýsingum
í rökréttu samhengi

Skjöl, samskipti og verkefni
allt á einum stað

Tölvupóstar og skjöl

Dragðu og slepptu, beint úr innhólfinu
örugg og einföld skjölun

Svaraðu skjöluðum tölvupóstum
beint úr innhólfinu
Sjálfvirkur innflutningur og uppástungur
aukin sjálfvirkni við dagleg störf
Verkefnastjórn

Sjálfvirkni í stöðluðum verkferlum
leystu verkefnin rétt, skref fyrir skref

Samhengistengdar aðgerðir og leiðsögn
það sem þú þarft er alltaf við höndina

Sniðmát og skjöl
kerfið flytur inn réttar upplýsingar

GoPro Foris skjala- og málakerfi

GoPro Foris fyrir mál, verkefni og samskipti

GoPro Foris er skjala- og málakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa að halda utan um mikið magn upplýsinga. Skjöl og samskipti eru tengd við mál eða verkefni þannig að allar upplýsingar eru í samhengi. Þetta auðveldar yfirlit yfir stöðu mála, innsýn í samskipti við viðskiptavini og aðgang að mikilvægum gögnum. Hægt er að samþætta GoPro við þjónustugátt og hafa þannig örugg samskipti við ytri aðila.

Hægt er að bæta ýmsum viðbótarlausnum við GoPro, eins og samningakerfi, gæðakerfi, fundakerfi og skilalausn.

 • Öll skjöl á einum stað

  Gögnin geymast á vísum stað, í rökrænu samhengi. GoPro Foris skráir sögu skjala og gefur notendum aðgang að eldri útgáfum. GoPro styður ítarlega flokkunar- og leitarmöguleika svo yfirsýn og leit er einföld.

 • Taumhald á tölvupóstum

  Tölvupóstar eru geymdir á miðlægum stað, í réttu samhengi. Notendur geta því fylgst með þeim samskiptum sem hafa átt sér stað og áttað sig skjótt og örugglega á stöðu mála.

 • Stöðluð verkferli

  GoPro Foris hagræðir og staðlar verkferli. Hægt er að setja upp mál og verkefni með fyrirfram ákveðnum skrefum. Ábyrgðaraðilar, tímamörk, úrvinnsla og stöðluð skjöl eru því öll í samræmi við þjónustumarkmið.

 • Einfalt viðmót

  GoPro Foris er notendavæn lausn sem er einfalt í notkun. Samþætting við MS Office og Windows umhverfið býður upp á auðvelda og skilvirka leið til að vinna með gögn beint úr því umhverfi sem notandinn er vanur.

Hafðu samband — 510 3100

Hugvit hefur mikla reynslu af útfærslu lausna fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Sendu okkur póst og fáðu nánari upplýsingar.

Lísa er hefur starfað í sölu- og markaðsmálum fyrir Hugvit síðan árið 2003, bæði á Íslandi og Norðurlöndunum. Hún hefur unnið náið með viðskiptavinum á breiðum vettvangi. Lísa er með meistarapróf í þjónustustjórnun af mannauðslínu frá Háskóla Íslands.

Jón Alvar er markaðsstjóri Hugvits og hefur mikla reynslu af samstarfi með stórum viðskiptavinum innan fjármálageirans og hins opinbera. Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Bjarni hóf fyrst störf hjá Hugviti árið 1996 og hefur komið að mörgum stærstu verkefnum fyrirtækisins í gegnum tíðina. Hann er með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er IPMA D-vottaður verkefnastjóri

© Copyright - Hugvit