Gæðakerfi

GoPro býður upp á notendavæna lausn sem gefur gæðastjórum yfirsýn yfir öll skjöl sem tengjast gæðamálum fyrirtækisins, auðvelda uppfærslu gæðaskjala og styður skilvirka umsjón verklagsreglna og vinnulýsinga.

  • Miðlægar rafrænar gæðahandbækur með útgáfustýringu, rekjanleika og skráðri breytingasögu
  • Sjálfvirk umsjón ábendingarferla með skilmerkilegri flokkun, greiningarmöguleikum, skráningu úrbótarverkefna og úrlausnarýni
  • Staðlaðar úttektir með gátlistum, skráningu ábendinga, niðurstöðum og rýni.
  • Leiðsagnaraðgerðir aðstoða notendur og vísa í staðla, lög og reglugerðir
  • Ferlar stuðla að skipulegu og skilvirku verklagi sem stilla má eftir gæðastöðlum hvers fyrirtækis
  • Hægt að tengja við þjónustugátt á ytra neti þannig að ábendingar geta flætt beint inn í kerfið