Samningakerfi

GoPro Samningakerfið heldur utan um samningaferlið frá upphafi til enda. Kerfið er notendavænt og einfalt og gefur yfirsýn á stöðu og gildistíma samninga og verkþátta sem tengjast samningum. Hægt er að stilla upp mismunandi samningstegundum, setja upp rýniferla og sjálfvirkar áminningar, þaðnnig að góð yfirsýn yfir aðgerðir er til staðar á samningstímanum. Samningakerfið sparar tíma við skráningu og vöktun samninga. Með GoPro Foris Samningakerfinu fæst mjög gott yfirlit yfir alla samninga fyrirtækisins.

  • Kerfið veitir yfirsýn og aðhald með samningum
  • Samningsákvæði, dagsetningar og ábyrgðaraðilar eru skráðir og vaktaðir
  • Upplýsingar eru auðfundnar og aðgengilegar
  • Sjálfvirk innsetning staðlaðra upplýsinga fyrir samninga, tengiliði og skjöl
  • Gátlistar, sniðmát og tilkynningar bæta eftirfylgni
  • Rýniferlar og vöktun efla eftirlit og tilkynningar um samningsaðgerðir