ills_reiknivel

Hverju skila Rafræn skil?

Hvað kostar það fyrirtækið að skila á pappír til Þjóðskjalasafn Íslands

Opinberum stofnunum og öðrum skilaskyldum aðilum ber skylda til að skila gögnum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands. Í dag fara þessi skil að miklu leyti fram á pappír, þó svo að tæknin til rafrænna skila sé í boði. Rafræn skil gefa kost á að skila á þessum gögnum á rafrænu formi og draga þar með stórlega úr notkun og vörslu gagna á pappír.

Kostir þess að flytja skil yfir á rafrænt form eru augljósir, en þar má nefna umtalsverða sparnaðar- og hagræðingarmöguleika, vistvænna verklag og auðveldara aðgengi að gögnum. Sú vinna og kostnaður sem innleiðing nýs verklags krefst getur hinsvegar hægt á framvindu skiptanna. Hagræðingin sem felst í rafrænum skilum greiðir þó upp þann tilkostnað á skömmum tíma. 

Í 50 manna fyrirtæki, þar sem hver starfsmaður sendir 20 tölvupósta á dag og prentar út 50 blöð á viku, er áætlaður kostnaður við útprentun rúmar 1,3 milljónir á ári.

Reiknaðu út hvað þitt fyrirtæki getur sparað mikið með því að innleiða GoPro Skilalausnina

Forsendur
Meðalkostnaður A4 blaðs er 1,5 krónur (ef keyptar eru stórar pakkningar). Svartur prentlitur á eitt blað kostar um 2 krónur. Þannig að samtals kostar um 3,5 krónur að prenta út eitt blað í svart hvítu, þá er ekki gert ráð fyrir afskriftum á prentara og þeim vinnu og tímasparnaði sem næst með rafrænum skilum. Fjöldi tölvupósta á ári miðast við 250 vinnudaga.
CO2 notkun miðast við að einn faðmur af höggnum við, gefur tæpar90.000 blaðsíður. Samkvæmt Vísindavefnum