Tag Archive for: viðurkenningar

Hugvit er Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Við erum stolt að hljóta enn á ný viðurkenningu CreditInfo fyrir Framúrskarandi Fyrirtæki 2016.

Það er okkur mikils vert að hafa náð þessum árangri frá upphafi, og viljum við þakka starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir framlag sitt.

 

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Hugvit er ‘Framúrskarandi fyrirtæki 2015‘, en þetta er í sjötta sinn sem GoPro ehf hlýtur þessa viðurkenningu Creditinfo. Í henni kemur fram að eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu.

Við erum stolt af því að sjá viðurkenningu þess árangurs sem styrk stjórnun og öflugur vöxtur hefur borið í för með sér undanfarin ár.

 

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2014

FF_Undirskriftir_ISLHugvit hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2014. Þetta árið föllum við í hóp 1,7% fyrirtækja landsins sem hlýtur þessa viðurkenningu CreditInfo, en alls eru um 33.000 fyrirtæki skráð og skoðuð.

Þetta er fjórða árið í röð sem Hugvit hlýtur viðurkenninguna, en hún sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra samkvæmt mati CreditInfo.

Við erum stolt af því að halda þessum titli, ár eftir ár, og vonum að starfsmenn og samstarfsaðilar okkar haldi áfram að njóta góðs af styrkri stjórnun fyrirtækisins.

 

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki!

Hugvitar fagna því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2013, þriðja árið í röð. Við þökkum starfsfólki og samstarfsaðilum okkar fyrir vel unnin störf, en mikinn dugnað og hæfileika þarf til að viðhalda þessum frábæra árangri.

Einungis rúmt 1% fyrirtækja á Íslandi ná þessum árangri, en í ár eru það 462 af 33.000 skráðum fyrirtækjum landsins sem uppfylla skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Það er okkur mikill heiður og ánægja að teljast enn sem áður til framúrskarandi fyrirtækja Íslands 2013 og við stefnum á að efla íslenskt efnahagslíf af sama krafti á komandi árum