Hugvit hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2014. Þetta árið föllum við í hóp 1,7% fyrirtækja landsins sem hlýtur þessa viðurkenningu CreditInfo, en alls eru um 33.000 fyrirtæki skráð og skoðuð.
Þetta er fjórða árið í röð sem Hugvit hlýtur viðurkenninguna, en hún sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra samkvæmt mati CreditInfo.
Við erum stolt af því að halda þessum titli, ár eftir ár, og vonum að starfsmenn og samstarfsaðilar okkar haldi áfram að njóta góðs af styrkri stjórnun fyrirtækisins.