Tag Archive for: Ísland.is

Hugvit er leiðandi í rafrænum skilum – GoPro sýnir styrk sinn

Samkvæmt nýjustu skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands er rafræn skjalavarsla komin á flug hjá ríkisstofnunum! Með skýrri stefnu og aukinni meðvitund hafa stór skref verið tekin í átt að skilvirkari og öruggari stjórnsýslu

Könnunin, sem náði til 215 afhendingarskyldra aðila, sýnir að rafræn skjalavarsla hefur aukist verulega. Að meðaltali nota opinberir aðilar átta rafræn gagnasöfn, og þeim hefur fjölgað um þriðjung síðan 2020. Af þeim 175 afhendingarskyldum aðilum sem eru í notkun eru 82 þeirra GoPro Foris, eða 47%.

GoPro Foris – Rafræn skil í góðu ferli

Hugvit hefur sýnt fram á forystuhlutverk sitt í rafrænum skilum með því að bjóða upp á sérstakt viðmót fyrir skjalastjóra í GoPro Foris lausninni þar sem skjalastjórar halda utan um rafræn skil. Einnig höfum við lagt mikla vinnu í að aðstoða afhendingarskylda aðila við að ná árangri í rafrænni skjalavörslu og varðveislu.

Hugvit  hefur ekki aðeins lagt áherslu á að þróa notendavæn kerfi heldur einnig tryggt að þau séu í samræmi við reglugerðir og staðla um skjalavörslu. Þetta tryggir að rafræn gögn séu varðveitt á sem bestan hátt, bæði með tilliti til öryggis og langtímagildis. Með því að einfalda flókna skjalavinnslu sparar GoPro Foris tíma og fjármagn fyrir bæði stórar stofnanir og minni aðila.

Staðan í dag

Í skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands kemur fram hvernig rafræn skjalastjórn hefur þróast síðustu ár. Hér að neðan má sjá stöðuna á rafrænum skilum mála- og skjalakerfa í dag. Myndin sýnir framfarir á þessu sviði, þar sem GoPro Foris hefur gegnt mikilvægu hlutverki.

Rafræn skil súlurit GoPro 47% þeirra sem hafa skilað
Súlurit og tafla eru tekin úr nýrri skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins, sjá hér.

Markmið framtíðarinnar


Hugvit mun halda áfram að vinna að því að efla rafræna skjalastjórn í nánu samstarfi við opinbera aðila. Framundan er spennandi þróun þar sem GoPro Foris verður áfram lykilþáttur í að styrkja rafræna stjórnsýslu og tryggja að skjöl séu varðveitt á skilvirkan og öruggan hátt.

Endilega hafðu samband ef þú vilt kynna þér GoPro Foris og okkar lausnir fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands.

Miðlun skjala til Ísland.is

Tíminn er núna og Hugvit hefur lausnina!


Árið 2021 urðu tímamót þegar lög voru samþykkt um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Þetta þýðir að öll formleg erindi frá opinberum stofnunum verða nú stafræn – og eru send til viðtakenda í pósthólfið á Ísland.is. Í framhaldi af lögunum var aðgerðaráætlun sett af stað og eiga allar opinberar stofnanir að vera búnar að hefja innleiðingu og tengja sig við Ísland.is fyrir 1. janúar 2025.

Tengdu GoPro Foris beint við Ísland.is – og þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn!

Við hjá Hugviti höfum þróað lausn sem styður við þessar kröfur stjórnvalda og gerir það að verkum að okkar viðskiptavinir geta deilt skjölum beint úr GoPro Foris mála- og skjalakerfinu beint pósthólfið á Ísland.is. Hvort sem þú ert að senda gögn til einstaklinga eða lögaðila, þá tryggjum við að allt ferlið sé rekjanlegt og þú sérð hver sendi hvað, til hvers, og hvenær.

Hagkvæmni, öryggi og ábyrgð í einu handtaki

Þetta er ígildi þess að senda ábyrgðarbréf, nema mun einfaldara og hraðvirkara. Með lausninni okkar tryggjum við að gögnin þín komist örugglega til móttakanda, sem auðkennir sig og nálgast skjölin í pósthólfinu sínu á Ísland.is.

Ekki bíða – hafðu samband í dag!

Það er engin ástæða til að bíða. Með okkar lausn tryggjum við örugg samskipti milli þín og Ísland.is. Hafðu samband við okkur og við leysum þetta.

Hugvit á ráðstefnu IRMA

Þetta þarftu að vita!

Fimmtudaginn 31. ágúst fer fram ráðstefna á vegum IRMA – Félags um skjalastjórn á Hótel Nordica undir heitinu Þetta þarftu að vita.

Hugvit mun verða með sýningabás á ráðstefnunni og kynna nýja lausn sem gerir stofnunum kleift að birta skjöl úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu hjá notendum með pósthólf á Ísland.is. Þessi lausn er hönnuð með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram um stafrænt pósthólf stjórnvalda á Ísland.is.  Einnig er búið að samþykkja innleiðingaráætlun fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Tenging GoPro Foris skjala- og málakerfisins við pósthólf á Ísland.is uppfyllir þarfir stofnana um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur birtingu skjala í pósthólfinu; hver deildi með hverjum og hvenær.

Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is.

Við munum segja nánar frá þessari lausn og fleirum á ráðstefnunni og hvetjum okkar viðskiptavini til að mæta.

Tenging við pósthólf á Ísland.is

Á síðasta ári voru samþykkt lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Með þeim er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum stafrænt pósthólf á Ísland.is. Einnig er búið að samþykkja aðgerðaráætlun um innleiðingu fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Hugvit hefur brugðist við og þróað nýja tengilausn sem uppfyllir þarfir okkar viðskiptavina um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin styður við deilingu gagna og heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur þessari deilingu; hver sendi hverjum og hvenær.

Þessi lausn gerir notendum kleift að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is. Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is. Þetta er ígildi þess að senda ábyrgðarbréf til einstaklings eða lögaðila.

Þessi lausn skapar gríðarlegt hagræði og eykur öryggi í útsendingu á bréfum og skjölum til málsaðila. Endilega hafið samband til að bæta þessari lausn við GoPro Foris. Við stillum upp öruggum samskiptum við pósthólfið og tryggjum tengingu milli stofnunar og Ísland.is.

Tag Archive for: Ísland.is