Miðlun skjala til Ísland.is
Tíminn er núna, og Hugvit hefur lausnina!
Árið 2021 urðu tímamót þegar lög voru samþykkt um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Þetta þýðir að samskipti milli opinberra stofnanna og einstaklinga eða fyrirtækja verður nú stafræn – og allt fer fram á einum stað, gegnum Ísland.is pósthólfið. Í framhaldi af lögunum var aðgerðaráætlun sett af stað og eiga allar opinberar stofnanir að vera búnar að hefja innleiðingu og tengja sig við Ísland.is. Tíminn er núna, og við höfum lausnina sem gerir ferlið eins einfalt og mögulegt er enda eiga allar opinberar stofnanir að vera búnar að setja tengingu við Ísland.is fyrir 2025.
Tengjum GoPro Foris beint við Ísland.is – og þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn!
Við hjá Hugviti höfum þróað lausn sem gerir það að verkum að þú getur deilt skjölum beint úr GoPro Foris kerfinu þínu yfir í Ísland.is pósthólfið. Hvort sem þú ert að senda gögn til einstaklinga eða lögaðila, þá tryggjum við að allt ferli verði rekjanlegt – þú sérð hver sendi hvað, til hverra, og hvenær.
Hagkvæmni, öryggi og ábyrgð í einu handtaki
Þetta er ígildi þess að senda ábyrgðarbréf, nema mun einfaldara og hraðvirkara. Með lausninni okkar tryggjum við að gögnin þín komist örugglega til móttakanda, sem auðkennir sig og nálgast skjölin í pósthólfinu sínu á Ísland.is.
Ekki bíða – hafðu samband í dag!
Það er engin ástæða til að bíða. Með okkar lausn tryggjum við örugg samskipti milli þín og Ísland.is. Hafðu samband við okkur og við leysum þetta.