Tag Archive for: sveitarfélög

GoPro Foris heildarlausn fyrir sveitarfélög

Við hjá Hugviti bjóðum framúrskarandi mála- og skjalakerfið GoPro Foris sem heildarlausn fyrir sveitarfélög. Sveitarfélagapakkinn okkar inniheldur allar þær lausnir sem sveitarfélög þurfa. Við bjóðum einnig samþættingu við Ísland.is og sjálfvirka ferla við móttöku og útsendingu skjala úr kerfinu. Þessar lausnir styðja við stafræna ferla sveitarfélaga. Við bjóðum okkar lausn í ISO 27001 vottaðri kerfisleigu, sem þýðir að við tryggjum öruggt umhverfi, vöktun, afritaþjónusta og hýsingu. Lausnin okkar er hönnuð með það í huga að viðmótið sé notendavænt og fallegt.

Mála- og skjalakerfið GoPro Foris heildarlausn fyrir sveitarfélög

Mála- og skjalakerfið GoPro Foris fyrir sveitarfélög er heildstæð lausn og er meðal annars í notkun hjá Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á skilvirkni í málavinnslu, þar sem samþætting við O365 lausnir skipta máli. Auk þess sem sjálfvirkni í móttöku og skráningu umsókna, samþætting við Mannvirkjaskrá vegna meðhöndlunar byggingaleyfa og regluleg og ítarleg fundastjórnun er hluti af þörfum sveitarfélaganna. GoPro Foris uppfyllir þessar þarfir og með öflugri samþættingu við Office svítuna verður skjölun gagna og samskipta einföld og þægileg.

Sveitarfélagalausnir GoPro Foris

Hér er yfirlit yfir þær lausnir sem flest sveitarfélög þurfa og hjálpa til við að bjóða íbúum rafræna þjónustu og einfalda þjónustuferla.

  • Mála- og skjalakerfið GoPro Foris er samþætt við Ísland.is. Bæði fyrir sjálfvirka skráningu og móttöku umsókna sem og deilingu skjala í pósthólf á Ísland.is.
  • Byggingafulltrúalausnin okkar er samþætt við kerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir umsjón og skráningu byggingarleyfa og annarra umsýslu byggingarfulltrúa.
  • Mínar síður fyrir íbúa sveitarfélagsins, þar eiga umsóknir og samskipti sér stað. Hægt er að samþætta mínar síður við fjárhagskerfi og fleiri kerfi til uppflettingar
  • Fundakerfi GoPro Foris fundarkerfið sem öll umsjón funda á sér stað og er tengt við mála- og skjalakerfið. Það er hægt að búa til dagskrárliði í málakerfinu og setja fyrir á fundum. Hægt er að varpa fundargerðum beint á vef viðkomandi sveitarélags.
  • Viðmót skjalastjóra fyrir Rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands, einfaldara yfirsýn yfir 5 ára skjalavörslutímabil, Þjóðskjalasafns Íslands eða Héraðsskjalasafns sveitarfélagsins.
  • GoPro Foris kerfið byggir allt á Microsoft Office sniðmátum og er mjög öfluga samþættingu við O365, má þar nefna við Teams og One Drive.
  • Með GoPro Foris fylgir hliðarstika (Add-In) í Outlook sem er þægileg leið fyrir notandann til að skjala pósta beint inn á mál í gegnum Outlook.
  • Rafrænar undirritanir skjala eru gerðar beint inn í kerfinu með undirritunarþjónustum frá þriðja aðila (Dokobit og/eða Taktikal).
  • Hægt er að deila skjölum í Signet Transfer, sem hentar vel fyrir velferðarsvið og barnavernd.

Auk þess bjóðum við líka Samningakerfi og Gæðakerfi sem einfalt er að bæta við og eru í sama viðmóti og skjala- og málakerfið.

Mælaborð með myndrænni sýn á stöðu mála

Við bjóðum upp á Mælaborð með myndrænni sýn á lykil árangursmælikvarða (e. KPI’s). Þá er auðveldara að fá yfirsýn og lesa úr upplýsingunum í GoPro Foris. Vinsæl mælaborð sem við höfum sett upp eru til að mynda til að fylgjast með málum og stöðu þeirra. Þar er hægt að sjá hvaða starfsfólk er að sinna málum og verkefnunum og greina hvort einhver sé með of mikið af málum á sinni könnu. Einnig er hægt að skrá tímamörk á mál og verkefni til að fá enn betri gögn úr kerfinu. Þetta hjálpar til við að deila álagi hjá sveitarfélaginu og gæta þess að standa við tímafresti mála.

Viltu heyra meira?

Endilega vertu í sambandi til að fá meiri upplýsingar,  tölum saman um þarfir fyrir mála- og skjalakerfi fyrir þig og þitt sveitarfélag. Þú getur smellt hér til að fylla út beiðni um fund og við verðum í sambandi við þig eins fljótt og auðið er.

Reykjavíkurborg velur upplýsingastjórnunarkerfi frá Hugviti

Það er mikil viðurkenning fyrir Hugvit að Reykjavík hafi valið okkur til að innleiða  nýtt upplýsingastjórnunarkerfi, í kjölfar útboðs á evrópska efnahagssvæðinu.

Við hjá Hugviti erum stolt af því að vera valið úr hópi þeirra sex fyrirtækja sem tóku þátt i þessu umfangsmikla og ítarlega 18 mánaða matsferli.

Reykjavíkurborg setti fram heilstæðar og framsæknar kröfur til nýs upplýsingastjórnarkerfi sem gerir miklar kröfur til hugbúnaðar og kallar á nýjustu tækni við að leysa á einfaldan og skilvirkan hátt fjölþættar  þarfir hina ýmsu sviða borgarinnar.

Hugvit hefur lagt mikið í þróun á nýrri línu af hugbúnaði undanfarin ár, sem lausnamengi borgarinnar verður byggt á. Lausnamengi sem snýr meðal annars að mála-, verkefna-, skjala- og ferlastjórnun auk innleiðingu á gæða-, funda- og samningalausnum.

Kerfið, sem hefur fengið nafnið Hlaðan, er umfangsmikið og nær til flestra sviða borgarinnar. Samningurinn er til 10 ára og hljóðar upp á tæpar 970 milljónir. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti uppsetningar hefjist í byrjun næsta árs.

„Þessi samningur er mikil viðurkenning á tækni sem við höfum þróað, sem og faglegri getu starfsfólks Hugvits. Við óskum Reykjavíkurborg til hamingju með þennan áfanga og við hlökkum til samstarfsins og þess að innleiða og þjónusta nýjar lausnir fyrir starfsemi borgarinnar“ segir Jón Alvar Sævarsson, sölu og markaðsstjóri Hugvits.