GoPro nýjungar vegna GDPR

Ert þú tilbúin fyrir nýja persónuverndarlöggjöf?

Þann 8. maí kynnir Hugvit nýja nálgun í lausnum fyrir persónuvernd.
Kynningin verður haldin á hótel Hilton Reykjavík Nordica, kl. 8.15 – 10.00.

Hugvit hefur undanfarið ár lagt mikla áherslu á að ná leiðandi stöðu á sviði lausna persónuverndar í mála-, skjala-, ferla- og GDPR kerfum.

Á fundinum mun Hugvit kynna uppfærða vörulínu GoPro kerfanna, þar sem ný tækni sem tekur til persónuverndar er samþætt inn í högun kerfanna með innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd (e. privacy by design).

  • Ný virkni í grunnkerfum – GoPro Foris mála-, skjala- og GDPR kerfi
  • Ný tækni fyrir sérkerfi, fyrir þá aðila sem þurfa sérhæfðar lausnir

Kynntar verða aðrar aðgerðir og samningar Hugvits, þ.m.t:

  • ný persónuverndarstefna fyrirtækisins og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði laganna
  • upplýsingaöryggisstefna Hugvits og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga
  • vinnslusamningur, sem tekur á kröfum sem gerðar eru til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila í nýjum persónuverndarlögum

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Hugvit setur markið hátt og við hlökkum til að kynna þessar nýjungar fyrir viðskiptavinum okkar. Skráning stendur yfir hér.

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi.

Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið hvað GoPro getur gert fyrir þig.

GoPro kynnir hugbúnað fyrir gæðamál og öryggi á Fraud & Error 2016

GoPro tekur þátt í Fraud & Error 2016 ráðstefnunni, 23. febrúar á Victoria Park Plaza, London, Bretlandi. GoPro AFIP hugbúnaðurinn er öflug lausn fyrir svika- og spillingarrannsóknir, forvarnir og önnur öryggismál. Lausnin hefur vakið mikla athygli á þessu sviði erlendis og hefur verið tekin í notkun hjá alþjóðlegum bankastofnunum og stórum breskum ríkisstofnunum.

Við hvetjum áhugasama til að líta við á básnum okkar og fá kynningu á því hvernig við hjálpum opinberum sem einka aðilum að takast á við áskoranir í gagnastjórnun og gæðamálum.

Hugvit á alþjóðlegri skjalaráðstefnu ICA

ica-logo

Hugvit tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um skjalavörslu og varðveislu gagna sem haldin verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica dagana 28.-29. september 2015. Það eru samtökin ICA, eða Inernational council on archives, sem halda ráðstefnuna í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og hefur verið lagður mikill metnaður í dagskránna. Hugvit býður ykkur hjartanlega velkmomin í heimsókn á kynningarbásinn okkar til að ræða málin og skoða það nýjast í GoPro. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig hérna ICA2015.