Greinar um allt sem viðkemur upplýsingastjórnun og hugbúnaði

Ný GoPro Foris námskeið

Viltu kynnast GoPro Foris betur?

Við hjá Hugviti bjóðum nú námskeið í GoPro lausnum með breyttu sniði. Markmið námskeiðanna er að bæta hæfni ykkar í lausnunum, kynna fyrir ykkur nýjungar og að auðvelda notendum GoPro Foris að nota kerfið.

Námskeiðin eru bæði fyrir almenna notendur, sem og fyrir umsjónarfólk og kerfisstjóra GoPro Foris. Námskeiðin eru sniðin að notendum hverju sinni og hægt er að velja fjarkennslu, staðkennslu í kennslustofu Hugvits eða við komum til ykkar og höldum námskeiðið á ykkar vinnustað. Allt það sem hentar ykkur best.

Endilega skoðið nýju námskeiðin okkar hér og skráðið ykkur eða verið í sambandi við okkur.

Einnig viljum við minna ykkur á að hjá Hugviti starfa fjöldi ráðgjafa sem vilja endilega aðstoða ykkur ef ykkur vantar svör eða ráðgjöf ekki hika við að heyra í okkur.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Hugvit er eitt fyrirtækja í úrvalsliði þeirra sem standast kröfur Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2023.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði í rekstri, gegnsæi, eiginfjárhlutfalli og fleiri þáttum sem meta afkomu fyrirtækja.

Það er mikil heiður að hljóta viðurkenninguna, en Hugvit hefur verið á lista frá 2011 en félagið í heild hefur verið frá upphafi undir nafni GoPro hefur verið á lista frá upphafi. Þennan árangur í rekstri staðfestir frábæra vinnu starfsfólks, sem byggir á traustum viðskiptavinum.

Ráðstefna Hugvits

Fjölmenn ráðstefna Hugvits var haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 16. nóvember. 

Dagskráin var fjölbreytt og gaf góða innsýn í allt það nýjasta er viðkemur málastjórnun, samþættingu við lausnir eins og Ísland.is og Microsoft 365. 

Reykjavíkurborg, Forsætisráðuneytið og Starfrænt Ísland var með erindi á ráðstefnunni ásamt því að starfsfólki Hugvits sem fjölluðu um notkun, innleiðingar og lausnir.

Hugvit þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og endilega verið í sambandi við okkur við erum ávallt tilbúin að ræða frekari lausnir við þá sem þess óska.  

Endilega verið í sambandi ef þið viljið frekari kynningar eða upplýsingar

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni:

Hugvit á ráðstefnu IRMA

Þetta þarftu að vita!

Fimmtudaginn 31. ágúst fer fram ráðstefna á vegum IRMA – Félags um skjalastjórn á Hótel Nordica undir heitinu Þetta þarftu að vita.

Hugvit mun verða með sýningabás á ráðstefnunni og kynna nýja lausn sem gerir stofnunum kleift að birta skjöl úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu hjá notendum með pósthólf á Ísland.is. Þessi lausn er hönnuð með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram um stafrænt pósthólf stjórnvalda á Ísland.is.  Einnig er búið að samþykkja innleiðingaráætlun fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Tenging GoPro Foris skjala- og málakerfisins við pósthólf á Ísland.is uppfyllir þarfir stofnana um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur birtingu skjala í pósthólfinu; hver deildi með hverjum og hvenær.

Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is.

Við munum segja nánar frá þessari lausn og fleirum á ráðstefnunni og hvetjum okkar viðskiptavini til að mæta.

Tenging við pósthólf á Ísland.is

Á síðasta ári voru samþykkt lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Með þeim er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum stafrænt pósthólf á Ísland.is. Einnig er búið að samþykkja aðgerðaráætlun um innleiðingu fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Hugvit hefur brugðist við og þróað nýja tengilausn sem uppfyllir þarfir okkar viðskiptavina um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin styður við deilingu gagna og heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur þessari deilingu; hver sendi hverjum og hvenær.

Þessi lausn gerir notendum kleift að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is. Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is. Þetta er ígildi þess að senda ábyrgðarbréf til einstaklings eða lögaðila.

Þessi lausn skapar gríðarlegt hagræði og eykur öryggi í útsendingu á bréfum og skjölum til málsaðila. Endilega hafið samband til að bæta þessari lausn við GoPro Foris. Við stillum upp öruggum samskiptum við pósthólfið og tryggjum tengingu milli stofnunar og Ísland.is.

Microsoft Teams og GoPro Foris

Mörg fyrirtæki og stofnanir eru farin að nota Microsoft Teams í auknu mæli fyrir samvinnu í verkefnum og skjölum, bæði fyrir innanhúss verkefni, en einnig er hægt að stofna Teams svæði fyrir samvinnu þvert á stofnanir. Það er mjög mikilvægt að þau skjöl og ákvarðanir sem teknar eru á þessum Teams svæðum (rásum) séu skjöluð í samræmi við reglur opinberra stofnana um rafræna skjalavörslu.

Því hefur Hugvit nú þróað lausn þar sem einfalt er að tengja Teams rásir beint við mál sem gerir það að verkum að einfalt er fyrir notendur að vista skjöl og spjall í GoPro Foris með einum músasmelli. Lausnin byggir á viðbótar Add-In sem sett er upp í Teams og tengir Teams og GoPro Foris saman.

Skjalastjórar hafa haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun Teams svæða, þar sem skjölin þurfa að vera í skjalakerfinu, en mega ekki daga uppi á hinum ýmsu Teams svæðum. Sérstaklega á þetta við um opinberar stofnanir sem að eru jafnvel að vinna saman á þessum svæðum og skjölin þurfa að enda í skjalakerfinu.

Teams samþættingin í GoPro Foris er þægileg viðbót sem að leysir þessa þörf og styður auk þess við kröfur Þjóðskjalasafns Íslands til skilaskyldra aðila. Hér eru meiri upplýsingar um þessa lausn sem aðgengileg er í nýjustu útgáfu af GoPro Foris.

Nýjungar í GoPro Foris og Casedoc kynntar

Fjölmenn kynning á nýjungum

Ánægjulegt var hve margir höfðu tækifæri að mæta á kynningu hjá Hugvit á nýjungum í lausnamegni GoPro Foris. Á annað hundrað gesta fengu kynningu í Hugviti og/eða á fjarfundi á Teams þar sem kynntar voru nýjungar í GoPro Foris og Casedoc.

Á meðal þess sem kynnt var voru nýjar tengilausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris, þar má nefna:

  • Rafræna undirskriftarlausn með samþættingu við Dokobit eða Taktial
  • Samþættingu við MS Teams og samvinnu í skjölum MS OneDrive
  • Örugga deilingu gagna í GoPro Foris þjónustugáttina eða Signet Transfer

Allar þessar lausnir eru útfærðar svo vinnsla sé skilvirk og vel samþætt fyrir notandann í viðmóti GoPro Foris. Það kann að vera að þessar lausnri getir aukið skilvirni í þínum rekstir og sé vert að skoða að bæta við þessu einingum við GoPro Foris uppsetingu hjá þér.

Einnig kynntum við Casedoc, sem er dómstólalausn Hugvits sem byggir á GoPro Foris grunntækninni, en auk þess er lausnin með sérstakt viðmót og alla ferla fyrir umsjón með dómssýslu, tengir saman alla aðila máls, fundasali dómstóla og birtingu dóma á vefnum.

Stjórnarráðið velur GoPro Foris fyrir alla sína starfsemi

Skrifað hefur verið undir samning um kaup ráðuneytanna á nýju mála- og samskiptakerfi byggt á GoPro Foris, frá Hugvit hf.

Þessi kaup eru í framhaldi af umfangsmiklu útboðsferli á EES svæðinu á nýju mála- og samskiptakerfi, sem bæði innilendir og erlendir aðilar tóku þátt í

Viktor Jens Vigfússon framkvæmdastjóri Umbru og Ólafur Daðason framkvæmdastjóri Hugvits

Hið nýja kerfi mun byggja á GoPro Foris upplýsingakerfinu, en það kerfi hefur verið í þróun undanfarin áratug. GoPro Foris kerfið er íslenskt og er eitt stærsta þróunarverkefni íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Lausnin sem um ræðir er umfangmikil og felur í sér skjala- og málavinnslu ásamt fundakerfi fyrir ráðuneyti og Ríkistjórn Íslands. Einnig mun lausnin ná til lykil ferla, tengingar við Microsoft 365 lausnir eins og Office og Teams, auk samþættingar við önnur lykil kerfi stjórnsýslunnar.

Lausnin er eitt af mörgum púslum í stafrænni vegferð hins opinbera þar sem upplýsingakerfi eru uppfærð með það að markmiði að bæta skilvirkni og þjónustu við almenning, en á sama tíma styðja við lög- og reglugerðir sem snúa að stjórnsýslu og mála- og skjalastjórnun.

„Það er okkur hjá Hugvit mikill heiður að fyrirtækið hafi verið valið í kjölfar af svo umfangsmikils valferils og jafnframt spennandi fyrir starfsfólk Hugvits að fá að vera þáttakandi í þeirri framsæknu stafrænu vegferð sem Stjórnarráðið er í um þessar mundir og vinna þannig að framtíðar lausnum fyrir opinberra stjórnsýslu“

segir Jón Alvar Sævarsson Sölu- og markaðsstjóri Hugvits.

Örugg deiling gagna úr GoPro Foris

Hægt er að deila gögnum á öruggan hátt beint úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu í ytri gáttir. Bæði er hægt að deila gögnum með þjónustugátt GoPro Foris, en einnig er hægt gera það beint með SignetTransfer viðbót sem bætt er við kerfið. Þetta er mjög fljótleg og þægileg leið til að deila gögnum með ytri aðilum á öruggan hátt. Hægt er að gera þetta við öll skjöl sem eru í  GoPro Foris skjala- og málakerfinu.

Þetta er traust ferli sem gerir notendum kleift að sækja gögn og hlaða þeim niður eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkum. Á leið sinni yfir Netið eru gögnin dulkóðuð þannig að viðtakandi er sá eini sem getur opnað þau. Þegar gögnunum deilt með SignetTransfer er þeim eytt eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna hefur áhersla á varðveitingu og deilingu gagna verið í þessa áttina, þ.e. að vera ekki að geyma gögn að óþörfu á svæðum hér og þar.

Þessar tvær leiðir til að deila gögnum eru bæði öruggar, hagkvæmar, fljótvirkar og umhverfisvænar og spara bæði pappír og óþarfa flutningskostnað.

Hafðu samband við söludeild Hugvits (sala@hugvit.is) til að fá frekari upplýsingar um þessar lausnir – Sími 510 3100.

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í GoPro

Framtakssjóðurinn Horn IV slfh. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Með kaupunum eru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar með útgáfu nýs hlutafjár og verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins eftir kaupin. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.

GoPro er í grunninn tvö íslensk hugbúnaðarfyrirtæki; Hugvit hf. og Canalix ehf. Bæði fyrirtækin þróa og selja hugbúnað fyrir mála- og skjalastjórnun, hvort á sínu sviði. Hugvit einbeitir sér að þróun skýjalausna fyrir millistór fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög, hérlendis og erlendis en Canalix að reglustýrðum ferlum fyrir stórar stofnanir, eingöngu fyrir erlendan markað. GoPro félögin eru með rúmlega 60 starfsmenn í 5 löndum og viðskiptavini í 8 löndum.

Horn IV er nýr framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem hóf starfsemi á síðasta ári. Sjóðurinn er 15 ma. kr. að stærð og eru kaupin fyrsta fjárfesting sjóðsins en fjárfestingartímabil hans er til loka júlí árið 2025.

„Kaup Horns IV á kjölfestuhlut í GoPro er afar ánægjuleg og mikilvæg félaginu. Með því fjármagni sem kemur inn í félagið mun því gefast kostur á að sækja fram og hraða uppbyggingu og umbreytingu félagsins og lausna þess fyrir skýið. Við höfum í gegnum árin leitast við að þróa lausnir í samstarfi við innlenda viðskiptavini og sækja fram með þær erlendis. Þetta er líkan sem gagnast ekki bara okkur heldur einnig okkar viðskiptavinum, auk þess sem það skapar verðmæti fyrir þjóðarbúið. Við munum nú m.a. horfa til aukinnar sóknar á erlendan markað með lausn fyrir dómstóla og tengda starfsemi sem við höfum undirbúið undanfarið“,

segir Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri og einn stofnanda GoPro.

“Við erum mjög spenntir fyrir þessari nýju fjárfestingu. Félagið er mjög vel rekið með sterka stjórnendur og afburða starfsfólk. Reynsla starfsmanna ásamt einstaklega öguðum ferlum og vottunum mun nýtast í þeirri sókn sem fyrirtækið ætlar í á erlenda markaði. Við höfum trú á þeim vörum sem búið er að þróa innan fyrirtækisins og teljum þær eiga fullt erindi á erlenda markaði“

segja Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason, framkvæmdastjórar Horns IV.

 

Mynd:
Steinar Helgason, framkvæmdastjóri Horn IV
Berglind Halldórsdóttir, sjóðsstjóri Horn IV
Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horn IV
Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri GoPro
Helga Ingjaldsdóttir, fjármálastjóri og stjórnarmaður GoPro