Tag Archive for: Þjóðskjalasafn Íslands

Rafræn skjalakerfi mikilvæg á eldfjallaeyjunni Íslandi

Eldgos eru tíð og hluti af þeirri náttúru sem Íslendingar búa við. Gosið hefur ýmis áhrif og þar hefur verið bent á hættu á gasmengun, en fáir hafa gert sé grein fyrir því að gasmengun getur haft áhrif á skjalasöfn sem varðveitt eru á pappír. Þjóðskjalasafnið benti á í Skjalafréttum nýlega að brennisteinsdíoxíð getur hvarfast við raka í andrúmsloftinu og myndað efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á pappír.

Það má því segja að nú sé enn meiri ástæða fyrir stofnanir og fyrirtæki að huga að inleiðingu á rafrænu skjalakerfi. GoPro Foris skjala-, verkefna- og málakerfið er lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa að halda utan um mikið magn upplýsinga og uppfyllir skjalakerfið einnig lagalegar skyldur um skjalastjórn og skjalavörslu. Skjöl og samskipti eru tengd við mál eða verkefni þannig að allar upplýsingar eru í samhengi og veitir skjalakerfið því gott yfirlit yfir mál og samskipti við viðskiptavini.

GoPro Foris Skjalakerfið er samþætt Office365 og eru öll sniðmát í kerfinu byggð á MS Office og er þétt samþætting við Outlook sem og önnur kerfi sem tengjast sýn á viðskiptavini. Stuðningur er við rafrænar undirskriftir sem gerir notendum kleift að hafa nær öll samskipti rafræn.

Lausnin er í boði í ISO 27001 vottaðri kerfisleigu Hugvits og því fljótlegt að taka hana í notkun. Öll leyfi, hýsing og vöktun á kerfinu er innifalin í mánaðagjaldi og Hugvit sér um rekstur kerfisins í samvinnu við sína viðskiptavini.

Hafðu samband og starfsfólk Hugvit veitir nánari upplýsingar um GoPro Foris sem skjalakerfið sem og aðrar lausnir eins og samningakerfi, fundakerfi, gæðakerfi sem geta allar tengst við þann grunn sem mála- og skjalakerfið er.

Nýjungar í GoPro

Kynning á nýjum útfærslum í GoPro í nóvember var vel sótt af viðskiptavinum, þar var bæði kynnt viðmót fyrir skjalastjóra og ýmsir nýjir möguleikar fyrir stjórnendasýn á gögn. Nýjungarnar byggja á samstarfi og óskum notanda og auk þess styðja þær við nýjar reglur um skjalastjórn nr. 85 frá Þjóðskjalasafni Íslands sem hafa tóku gildi 1. febrúar 2018. Jafnframt var farið yfir nýja möguleika á útfærslum fyrir mælaborð í GoPro, þar sem hægt er að vera með myndræna sýn á vinnslu og framgang mála ásamt GDPR skýrslum.

Húsfyllir var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem viðskiptavinir sýndu.

Þeir sem vilja kynna sér þessar nýjungar betur er bent á að hafa samband

GoPro afhendir vörsluútgáfu

GoPro afhenti á dögunum fyrstu vörsluútgáfu á skjalavörslukerfi samkvæmt nýjum ADA staðli til Þjóðskjalasafns Íslands. Löng vegferð býr að baki þessari afhendingu og mikil þróun. Í kjölfar þess héldum við morgunfund með skjalastjórum til að ræða ferlið við rafræn skil vörsluútgáfu.

Rafræn skil

Rafræn skil

Húsfylli var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem sýndur var. María Hjaltalín rakti ferlið við undirbúning og framkvæmd skila. Ásta H. Ásólfsdóttir, tækniþróunarstjóri GoPro Foris lausnarinnar, lýsti auk þess nýjungum sem styðja við þessa vinnu.

Fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands tók við spurningum skjalastjóra sem sneru beint að Þjóðskjalasafni, og þökkum við S. Andreu Ásgeirsdóttur kærlega fyrir komuna.

Eins og fram kom á fundinum er þetta metnaðarmál bæði skilaskyldra aðila, Þjóðskjalasafns og okkar hjá Hugviti. Við höldum nú ótrauð áfram með rafræn skil með góða reynslu og mikilvæg verkfæri í pokahorninu.

Nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna

Nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna tóku gildi þann 1. febrúar þessa árs.

Við bendum öllum lögskyldum skilaaðilum á þessar reglur. Þær skilgreina nú í fyrsta sinn hvaða upplýsingar afhendingarskyldir aðilar skuli skrá um mál og málsgögn sem þeir hafa til meðferðar.

Hvað þarf til fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands?

Margar stofnanir hefja nú undirbúning að rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta er oft viðamikið og vandasamt verkefni. Við buðum því skjalastjórum opinberra stofnana sem nota GoPro fyrir .NET á morgunverðarfund til okkar síðastliðinn fimmtudag, til að skoða þessi málefni.

Við fengum kynningu á ferli rafrænna skila frá Þjóðskjalasafni Íslands, dæmi um rafrænt umhverfi frá Einkaleyfastofu og svo kynningu á Skilalausn Hugvits. Það er ljóst að þetta er málefni sem skjalastjórar hafa mikinn áhuga á, enda til mikils að vinna.

Við þökkum góðar undirtektir og vonum að allir hafi gengið út með skýrari sýn á undirstöður rafrænnar skjalavörslu.