Viðburðir á vegum Hugvits eða tengdir starfsemi okkar

Nýjungar í GoPro

Kynning á nýjum útfærslum í GoPro í nóvember var vel sótt af viðskiptavinum, þar var bæði kynnt viðmót fyrir skjalastjóra og ýmsir nýjir möguleikar fyrir stjórnendasýn á gögn. Nýjungarnar byggja á samstarfi og óskum notanda og auk þess styðja þær við nýjar reglur um skjalastjórn nr. 85 frá Þjóðskjalasafni Íslands sem hafa tóku gildi 1. febrúar 2018. Jafnframt var farið yfir nýja möguleika á útfærslum fyrir mælaborð í GoPro, þar sem hægt er að vera með myndræna sýn á vinnslu og framgang mála ásamt GDPR skýrslum.

Húsfyllir var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem viðskiptavinir sýndu.

Þeir sem vilja kynna sér þessar nýjungar betur er bent á að hafa samband

GoPro nýjungar vegna GDPR

Ert þú tilbúin fyrir nýja persónuverndarlöggjöf?

Þann 8. maí kynnir Hugvit nýja nálgun í lausnum fyrir persónuvernd.
Kynningin verður haldin á hótel Hilton Reykjavík Nordica, kl. 8.15 – 10.00.

Hugvit hefur undanfarið ár lagt mikla áherslu á að ná leiðandi stöðu á sviði lausna persónuverndar í mála-, skjala-, ferla- og GDPR kerfum.

Á fundinum mun Hugvit kynna uppfærða vörulínu GoPro kerfanna, þar sem ný tækni sem tekur til persónuverndar er samþætt inn í högun kerfanna með innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd (e. privacy by design).

  • Ný virkni í grunnkerfum – GoPro Foris mála-, skjala- og GDPR kerfi
  • Ný tækni fyrir sérkerfi, fyrir þá aðila sem þurfa sérhæfðar lausnir

Kynntar verða aðrar aðgerðir og samningar Hugvits, þ.m.t:

  • ný persónuverndarstefna fyrirtækisins og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði laganna
  • upplýsingaöryggisstefna Hugvits og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga
  • vinnslusamningur, sem tekur á kröfum sem gerðar eru til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila í nýjum persónuverndarlögum

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Hugvit setur markið hátt og við hlökkum til að kynna þessar nýjungar fyrir viðskiptavinum okkar. Skráning stendur yfir hér.

GoPro afhendir vörsluútgáfu

GoPro afhenti á dögunum fyrstu vörsluútgáfu á skjalavörslukerfi samkvæmt nýjum ADA staðli til Þjóðskjalasafns Íslands. Löng vegferð býr að baki þessari afhendingu og mikil þróun. Í kjölfar þess héldum við morgunfund með skjalastjórum til að ræða ferlið við rafræn skil vörsluútgáfu.

Rafræn skil

Rafræn skil

Húsfylli var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem sýndur var. María Hjaltalín rakti ferlið við undirbúning og framkvæmd skila. Ásta H. Ásólfsdóttir, tækniþróunarstjóri GoPro Foris lausnarinnar, lýsti auk þess nýjungum sem styðja við þessa vinnu.

Fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands tók við spurningum skjalastjóra sem sneru beint að Þjóðskjalasafni, og þökkum við S. Andreu Ásgeirsdóttur kærlega fyrir komuna.

Eins og fram kom á fundinum er þetta metnaðarmál bæði skilaskyldra aðila, Þjóðskjalasafns og okkar hjá Hugviti. Við höldum nú ótrauð áfram með rafræn skil með góða reynslu og mikilvæg verkfæri í pokahorninu.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Ný útgáfa GoPro Foris

Hugvit kynnir nýjustu útgáfu GoPro Foris!

Lesa meira

Finnið okkur á IRMA ráðstefnunni!

Hugvit verður á haustráðstefnu IRMA, Félags um skjalastjórn á Íslandi, næstkomandi föstudag 13. október.

Við hlökkum til að eiga góðan dag í umræðu um faglega skjalastjórn, tækifærin sem felast í notkun staðla, og mikilvægi þess að halda í gott vinnu umhverfi. Við hvetjum ráðstefnugesti til að líta við á básinn okkar og sjá GoPro Foris – nýja viðmótið okkar!

 

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi.

Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið hvað GoPro getur gert fyrir þig.

Kynning á Hilton Reykjavík Nordica

Ný kynslóð GoPro verður frumsýnd á kynningu okkar, 6. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica.
Komdu og upplifðu byltingarkenndar nýjungar í GoPro.

Dagskrá

8.30Húsið opnar – skráning og kaffi
9.00Öryggismál og Skýið
9.15Innri og ytri samskipti – Enn öflugri umsóknargátt
9.30GoPro eftir þínu höfði – Nýtt viðmót
9.50Hlé
10.15GoPro eftir þínu höfði frh. – Skjalavinnsla og samvinna
10.50GoPro – Alls staðar – Aðgengi óháð stað og stund
11.10Samantekt – Nýir möguleikar
11.20Dagskrárlok

Skráðu þig

Við kynnum næstu kynslóð GoPro lausna

Hugvit býður notendum GoPro á kynningu, 6. nóvember á Hilton Nordica. Komdu og upplifðu byltingarkenndar nýjungar í GoPro.

Magn rafrænna gagna eykst með hverju ári, rafræn samvinna er sjálfsagður hlutur og helmingur skrifstofustarfsmanna nýta snjalltæki við vinnu sína. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun í málastjórnun, á meðan hvergi er slakað á kröfum um öryggi.

Næsta kynslóð GoPro mætir þessum þörfum. Við stígum næsta skrefið í málastjórnun og bjóðum þér að koma og sjá.

Skráðu þig núna. Við hlökkum til að sjá þig.

 

Hugvit á alþjóðlegri skjalaráðstefnu ICA

ica-logo

Hugvit tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um skjalavörslu og varðveislu gagna sem haldin verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica dagana 28.-29. september 2015. Það eru samtökin ICA, eða Inernational council on archives, sem halda ráðstefnuna í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og hefur verið lagður mikill metnaður í dagskránna. Hugvit býður ykkur hjartanlega velkmomin í heimsókn á kynningarbásinn okkar til að ræða málin og skoða það nýjast í GoPro. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig hérna ICA2015.