Ný útgáfa GoPro Foris

Hugvit kynnir nýjustu útgáfu GoPro Foris!

Við viljum nota tækifærið og bjóða notendum í morgunkaffi og kynningu á útgáfunni, kl 8.30-10.00, fimmtudaginn 9. og 10. nóvember, í heimkynnum okkar að Tunguhálsi 19.

Nýja útgáfan inniheldur ýmsar spennandi nýjungar, eins og:

  • Ný sjónarhorn, síur og valkosti í leit
  • Vista og deila ítarleit milli notenda
  • Betra viðmót, aukinn hraða
  • og margt fleira!

Í boði verður morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.
Vegna takmarkaðs fjölda mælum við með að skrá sig snemma!

Við hlökkum til að sjá þig.