Samningakerfi
GoPro Samningakerfið heldur utan um allt samningaferlið frá upphafi til undirskriftar. Kerfið eykur skilvirkni og eftirfylgni með stöðluðum verkferlum, stílsniðum, rýni, sjálfvirkum áminningum og skýru yfirliti yfir aðgerðir á samningstímanum. Kerfið er auðvelt í notkun og sparar bæði tíma og erfiði í skráningu og vöktun samninga. Með GoPro Samningakerfinu fæst fullkomið aðhald og yfirlit yfir alla samninga fyrirtækisins.
- Kerfið veitir yfirsýn og aðhald með samningum
- Samningsákvæði, dagsetningar og ábyrgðaraðilar eru skráðir og vaktaðir
- Upplýsingar eru auðfundnar og aðgengilegar
- Sjálfvirk innsetning staðlaðra upplýsinga fyrir samninga, tengiliði og skjöl
- Sjónarhorn, dagatal og skýrslur gefa skýrt yfirlit yfir virka samninga
- Gátlistar, sniðmát og tilkynningar bæta eftirfylgni
- Rýniferlar og vöktun efla eftirlit og tilkynningar um samningsaðgerðir