Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.7

Ný útgáfa GoPro fyrir .NET býður upp á öflugar nýjungar í skjalastjórnun, verkefnastjórnun og eykur hraða kerfisins.

  • Nýjungar í skjalastjórnun
  • Liprari verkferlar
  • Öflugar kerfisbætur

Nýjungar í skjalastjórnun

Berðu saman ólíkar útgáfur skjals með einni aðgerð í GoPro. Settu útgáfur og milliútgáfur í útgáfustjórnun til að fá betra yfirlit yfir tímalínu mikilvægra skjala. Skjöl fá nú skjalanúmer sem má flokka og leita eftir. Flyttu inn möppur með öllum undirmöppum og tilheyrandi skjölum – þú dregur einfaldlega inn efstu möppuna og hitt fylgir með. Auðveldara er líka að búa til skjöl eftir sniðmátum, því nýjar birtingarstillingar leyfa kerfisstjórum að velja hvaða sniðmát birtast í hverju samhengi.

Sparaðu handavinnuna með liprari verkferlum

Nú má tengja möppu- og rýnisniðmát við málategundir, þannig að möppustrúktúr eða sjálfvirk rýni sé búin til við vistun máls. Rýnisniðmát má einnig tengja við sérsniðin form, þannig að rýni hefjist við vistun þess, svo sem fyrir kostnaðar- eða ferðabeiðnir. Ef leyfi er til staðar fyrir verkum (e. Tasks) má tengja verkasniðmát við málategundir.
Rýniferlar eru auk þess orðnir sveigjanlegri. Staðgenglar (oft ritarar eða aðstoðarmenn) geta, ef aðgangur leyfir, samþykkt rýni. Rýni getur einnig verið ólínuleg, þeas. ábyrgðaraðilar þurfa ekki að klára rýni í settri röð. Ef einn rýnir hafnar henni, er allri rýninni hafnað.

Fyrir notendur sem nýta sér verkferlastjórnun með fösum, eru þrjár nýjar aðgerðir mögulegar sem skref í fasa: breytilegur fasi, skjal byggt á vali um fleira en eitt sniðmát, og sjálfvirk gerð lykilskjals (skjalið er búið til og sjálfvirkt merkt sem lykilskjal). Þetta eykur enn möguleikana í útfærslu flóknari verkferla, þar sem þörf er á miklum sveigjanleika.

Kerfisumbætur

Við höfum gert ýmsar umbætur á grunnkerfinu. Þar ber hæst að nefna stuðning við Windows 8, að audit log má senda í gagnagrunn, umbætur á leit og aukinn hraða í upphafsskjá og völdum Sjónarhornum.

Þegar viðskiptavinur er valinn, má nú leita í öllum málum sem eru tengd honum, sem getur sparað töluverðan tíma. Einnig býðst nú ítarlegri málaleit í GoPro Desktop.

Aukinn hraða kerfisins má helst finna í Öllum málum og Öllum skjölum, en auk þess hafa umbæturnar áhrif á Alla viðskiptavini og Upphafsskjá. Hraðaaukning er mismikil eftir kerfi og málafjölda hvers og eins, en við prófanir hefur mælst allt að tvöföld hraðaaukning þar sem skjalafjöldi er mikill.