Tilkynningar og fréttir frá Hugviti

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.8

Ný viðhaldsútgáfa er komin út fyrir GoPro fyrir .NET. Útgáfan er kjörin fyrir viðskiptavini í GoPro 2.5 eða eldri, en hún inniheldur allar breytingar fyrri útgáfa auk nokkurra vel valinna umbóta.

Sem dæmi um nýjungar má nefna möguleikann á að breyta skráarheitum, sýna ‚Aðra starfsmenn‘ í málasjónarhorni og áframsenda marga tölvupósta í einu. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband og fá nánari kynningu á nýjungum, en mikil þróun hefur átt sér stað í GoPro fyrir .NET undanfarin ár.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2014

FF_Undirskriftir_ISLHugvit hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2014. Þetta árið föllum við í hóp 1,7% fyrirtækja landsins sem hlýtur þessa viðurkenningu CreditInfo, en alls eru um 33.000 fyrirtæki skráð og skoðuð.

Þetta er fjórða árið í röð sem Hugvit hlýtur viðurkenninguna, en hún sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra samkvæmt mati CreditInfo.

Við erum stolt af því að halda þessum titli, ár eftir ár, og vonum að starfsmenn og samstarfsaðilar okkar haldi áfram að njóta góðs af styrkri stjórnun fyrirtækisins.

 

Nýtt ár á nýjum vef

Við óskum öllum samstarfsaðilum og viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs. Við byrjum árið á því að setja nýjan vef Hugvits í loftið, en hann hefur fengið ferskt útlit og við vonum að hann reynist notendum aðgengilegur og notendavænn.

Við hvetjum einnig viðskiptavini okkar til að skrá sig á póstlistann okkar, en við sendum þar út tilkynningar um morgunfundi, kynningar, ráðstefnur og nýjar útgáfur af GoPro vörunum. Einnig kynnum við þetta á Facebook síðu okkar, fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Ef hugmyndir eða athugasemdir vakna um nýja vefinn, þá endilega hikið ekki við að hafa samband.

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.7

Ný útgáfa GoPro fyrir .NET býður upp á öflugar nýjungar í skjalastjórnun, verkefnastjórnun og eykur hraða kerfisins.

  • Nýjungar í skjalastjórnun
  • Liprari verkferlar
  • Öflugar kerfisbætur

Nýjungar í skjalastjórnun

Berðu saman ólíkar útgáfur skjals með einni aðgerð í GoPro. Settu útgáfur og milliútgáfur í útgáfustjórnun til að fá betra yfirlit yfir tímalínu mikilvægra skjala. Skjöl fá nú skjalanúmer sem má flokka og leita eftir. Flyttu inn möppur með öllum undirmöppum og tilheyrandi skjölum – þú dregur einfaldlega inn efstu möppuna og hitt fylgir með. Auðveldara er líka að búa til skjöl eftir sniðmátum, því nýjar birtingarstillingar leyfa kerfisstjórum að velja hvaða sniðmát birtast í hverju samhengi.

Lesa meira

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki!

Hugvitar fagna því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2013, þriðja árið í röð. Við þökkum starfsfólki og samstarfsaðilum okkar fyrir vel unnin störf, en mikinn dugnað og hæfileika þarf til að viðhalda þessum frábæra árangri.

Einungis rúmt 1% fyrirtækja á Íslandi ná þessum árangri, en í ár eru það 462 af 33.000 skráðum fyrirtækjum landsins sem uppfylla skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Það er okkur mikill heiður og ánægja að teljast enn sem áður til framúrskarandi fyrirtækja Íslands 2013 og við stefnum á að efla íslenskt efnahagslíf af sama krafti á komandi árum

Ný útgáfa: GoPro fyrir .NET 2.5

GoPro fyrir .NET 2.5 er komin út.

Þessi útgáfa styður við Internet Explorer 11 og Windows Server 2012, gerir notendum kleift að bæta við nýjum einingum á einfaldan hátt og stóreykur öryggi við gagnameðhöndlun. Við viljum minna viðskiptavini sem ekki hafa uppfært í 2.5 á að bíða með að uppfæra í IE 11, þar sem eldri útgáfur munu ekki styðja við þennan vafra!

Nú má á einfaldan hátt virkja aðgang fyrir GoPro á snjalltæki, bæta við Skilalausn fyrir rafræn skil og bæta við öflugri Stjórnendasýn. Auk þess er auðvelt að virkja öflugar viðbótareiningar eins og Umsóknarkerfi og Samningakerfi fyrir GoPro.

Útgáfan býður upp á ýmislegt sem auðveldar líf skjalastjóra og almennra GoPro notenda. Merkja má skjöl í GoPro sem trúnaðarskjölopna skjöl beint án millispjalda, og hlaða niður öllum skjölum máls í “zip” skrá svo örfá dæmi séu nefnd!

Ný stílsnið fyrir prentun, breytingar á hegðun viðmótsins og ýmsar umbætur í GoPro Desktop og hliðarstiku gera þessa útgáfu sérlega bitastæða, sérstaklega fyrir þá sem vinna mikið í GoPro eða Microsoft Outlook.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 510 3100 og fáðu kynningu á nýjungunum í GoPro fyrir .NET 2.5!