Tag Archive for: rafrænar undirskriftir

Nýjungar í GoPro Foris og Casedoc kynntar

Fjölmenn kynning á nýjungum

Ánægjulegt var hve margir höfðu tækifæri að mæta á kynningu hjá Hugvit á nýjungum í lausnamegni GoPro Foris. Á annað hundrað gesta fengu kynningu í Hugviti og/eða á fjarfundi á Teams þar sem kynntar voru nýjungar í GoPro Foris og Casedoc.

Á meðal þess sem kynnt var voru nýjar tengilausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris, þar má nefna:

  • Rafræna undirskriftarlausn með samþættingu við Dokobit eða Taktial
  • Samþættingu við MS Teams og samvinnu í skjölum MS OneDrive
  • Örugga deilingu gagna í GoPro Foris þjónustugáttina eða Signet Transfer

Allar þessar lausnir eru útfærðar svo vinnsla sé skilvirk og vel samþætt fyrir notandann í viðmóti GoPro Foris. Það kann að vera að þessar lausnri getir aukið skilvirni í þínum rekstir og sé vert að skoða að bæta við þessu einingum við GoPro Foris uppsetingu hjá þér.

Einnig kynntum við Casedoc, sem er dómstólalausn Hugvits sem byggir á GoPro Foris grunntækninni, en auk þess er lausnin með sérstakt viðmót og alla ferla fyrir umsjón með dómssýslu, tengir saman alla aðila máls, fundasali dómstóla og birtingu dóma á vefnum.

Rafrænar undirskriftir – Bætt þjónusta og meira öryggi

Með innleiðingu rafrænna undirskrifta er hægt að færa sig frá hefðbundnum undirskriftum skjala, með tilheyrandi skönnun á gögnum, biðtíma og sendingum á skjölum fram og til baka milli aðila, yfir í einfalt undirritunarferli í GoPro Foris. Þannig gera rafrænar undirskriftir ferla skilvirkari og öruggari.

Skilvirkari undirritun

Rafræn undirritun skjala í GoPro Foris felur í sér meira öryggi, þar sem allar breytingar á skjali, saga skjalsins og rekjanleiki er sýnilegur. Rafrænar undirskrift eru einnig mun öruggari, þar sem hún er tengd rafrænu skilríki undirskriftaraðila, sem hefur sannarlega auðkennt sig til að undirrita.

Hagræði felst í notkun rafrænar undirskrifta, en það sparast bæði prentkostnaður og póstburðargjöld og einnig sparast vinna við að undirbúa skjöl, sjá um útprentun, sendingar, innskönnun o.s.frv.

Með rafrænum undirskriftum kemur einnig bætt þjónustuupplifun hjá þínum viðskiptavinum, sem þurfa ekki lengur að koma til að skrifa undir skjölin, eða undirbúa sérstaka fundi til þess að ganga frá undirskrift. Rafræn undirskrift er óháð stað og tíma og eykur mikið þægindi og bætir þjónustustig fyrir alla aðila.

Hægt er að bæta við rafrænum undirskriftum í mála-, samninga- og fundakerfi GoPro Foris. Á þeim tímum þar sem aðilar er umhugað um að styðja við rafræna ferla og huga að umhversmálum þá fellur innleiðing á rafrænum undirskriftum vel að þeim markmiðum.

Hér eru meiri upplýsingar um rafrænar undirskriftir í GoPro Foris.

Góð yfirsýn og vöktun samninga er lykilatriði

Í rekstri fyrirtækja og stofnanna er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og stjórn á samningum. 

Samningar eru mikilvægur þáttur í rekstri allra fyrirtækja. Gerð og undirritun samnings er aðeins upphafið, því samninga þarf að vakta út líftíma þeirra. Eftir því sem fleiri samningar koma við sögu, því erfiðara verður að halda yfirsýn yfir allar þær dagsetningar, aðgerðir og ákvarðanir sem þeim tengjast. GoPro Samningakerfið er hannað til að létta á þessari byrði, skerpa yfirsýn og efla vöktun. 

GoPro Foris Samningakerfið heldur utan um samninga,  flokkun þeirra og vistun í miðlægu kerfi með ítarlegum aðgangsstýringum. Samningakerfið getur haldið utan um fjárhagslegar skuldbindingar í formi samninga, hvort sem það er vegna þjónustukaupa eða vörukaupa frá birgjum. 

Samningakerfið veitir ítarlega yfirsýn og tryggir:   

  • Samræmt utanumhald og gerð samninga, vistun og eftirfylgni
  • Skráningu ábyrgðaraðila, birgja og undirritunaraðila samninga
  • Skráningu staðlaðar samninga byggt á MS Office stílsniðum
  • Aðgangsstýringar sem styðja við mismunandi aðgangsheimildir notenda

Jafnframt hafa aðilar nýtt sé möguleika á skráningu samningsupphæða, hagsmunaðila og uppsagnarákvæða svo hægt sé að fá góða yfirsýn yfir þessa lykilþætti. Samningakerfið veitir skilvirkt utanumhald um samskipti við samningsgerð og á samningstímanum. Nú er einnig möguleiki að samþætta samningakerfið við rafrænar undirritannir sem koma sér vel í rekstri á tímum COVID.

Góð stjórn samninga stuðlar að betri vinnubrögðum og greiðari samskiptum, sem skilar sér í bættum rekstri og jákvæðari tengslum við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Samningakerfinu er hægt að stilla upp í GoPro Foris á einfaldan hátt. Hafðu samband og fáðu kynningu á GoPro Foris Samningakerfinu. 

 

Tag Archive for: rafrænar undirskriftir