Rafrænar undirskriftir – Bætt þjónusta og meira öryggi

Með innleiðingu rafrænna undirskrifta er hægt að færa sig frá hefðbundnum undirskriftum skjala, með tilheyrandi skönnun á gögnum, biðtíma og sendingum á skjölum fram og til baka milli aðila, yfir í einfalt undirritunarferli í GoPro Foris. Þannig gera rafrænar undirskriftir ferla skilvirkari og öruggari.

Skilvirkari undirritun

Rafræn undirritun skjala í GoPro Foris felur í sér meira öryggi, þar sem allar breytingar á skjali, saga skjalsins og rekjanleiki er sýnilegur. Rafrænar undirskrift eru einnig mun öruggari, þar sem hún er tengd rafrænu skilríki undirskriftaraðila, sem hefur sannarlega auðkennt sig til að undirrita.

Hagræði felst í notkun rafrænar undirskrifta, en það sparast bæði prentkostnaður og póstburðargjöld og einnig sparast vinna við að undirbúa skjöl, sjá um útprentun, sendingar, innskönnun o.s.frv.

Með rafrænum undirskriftum kemur einnig bætt þjónustuupplifun hjá þínum viðskiptavinum, sem þurfa ekki lengur að koma til að skrifa undir skjölin, eða undirbúa sérstaka fundi til þess að ganga frá undirskrift. Rafræn undirskrift er óháð stað og tíma og eykur mikið þægindi og bætir þjónustustig fyrir alla aðila.

Hægt er að bæta við rafrænum undirskriftum í mála-, samninga- og fundakerfi GoPro Foris. Á þeim tímum þar sem aðilar er umhugað um að styðja við rafræna ferla og huga að umhversmálum þá fellur innleiðing á rafrænum undirskriftum vel að þeim markmiðum.

Hér eru meiri upplýsingar um rafrænar undirskriftir í GoPro Foris.