Stjórnarráðið velur GoPro Foris fyrir alla sína starfsemi

Skrifað hefur verið undir samning um kaup ráðuneytanna á nýju mála- og samskiptakerfi byggt á GoPro Foris, frá Hugvit hf.

Þessi kaup eru í framhaldi af umfangsmiklu útboðsferli á EES svæðinu á nýju mála- og samskiptakerfi, sem bæði innilendir og erlendir aðilar tóku þátt í

Viktor Jens Vigfússon framkvæmdastjóri Umbru og Ólafur Daðason framkvæmdastjóri Hugvits

Hið nýja kerfi mun byggja á GoPro Foris upplýsingakerfinu, en það kerfi hefur verið í þróun undanfarin áratug. GoPro Foris kerfið er íslenskt og er eitt stærsta þróunarverkefni íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Lausnin sem um ræðir er umfangmikil og felur í sér skjala- og málavinnslu ásamt fundakerfi fyrir ráðuneyti og Ríkistjórn Íslands. Einnig mun lausnin ná til lykil ferla, tengingar við Microsoft 365 lausnir eins og Office og Teams, auk samþættingar við önnur lykil kerfi stjórnsýslunnar.

Lausnin er eitt af mörgum púslum í stafrænni vegferð hins opinbera þar sem upplýsingakerfi eru uppfærð með það að markmiði að bæta skilvirkni og þjónustu við almenning, en á sama tíma styðja við lög- og reglugerðir sem snúa að stjórnsýslu og mála- og skjalastjórnun.

„Það er okkur hjá Hugvit mikill heiður að fyrirtækið hafi verið valið í kjölfar af svo umfangsmikils valferils og jafnframt spennandi fyrir starfsfólk Hugvits að fá að vera þáttakandi í þeirri framsæknu stafrænu vegferð sem Stjórnarráðið er í um þessar mundir og vinna þannig að framtíðar lausnum fyrir opinberra stjórnsýslu“

segir Jón Alvar Sævarsson Sölu- og markaðsstjóri Hugvits.