Secure sharing

Örugg deiling gagna úr GoPro Foris

Hægt er að deila gögnum á öruggan hátt beint úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu í ytri gáttir. Bæði er hægt að deila gögnum með þjónustugátt GoPro Foris, en einnig er hægt gera það beint með SignetTransfer viðbót sem bætt er við kerfið. Þetta er mjög fljótleg og þægileg leið til að deila gögnum með ytri aðilum á öruggan hátt. Hægt er að gera þetta við öll skjöl sem eru í  GoPro Foris skjala- og málakerfinu.

Þetta er traust ferli sem gerir notendum kleift að sækja gögn og hlaða þeim niður eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkum. Á leið sinni yfir Netið eru gögnin dulkóðuð þannig að viðtakandi er sá eini sem getur opnað þau. Þegar gögnunum deilt með SignetTransfer er þeim eytt eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna hefur áhersla á varðveitingu og deilingu gagna verið í þessa áttina, þ.e. að vera ekki að geyma gögn að óþörfu á svæðum hér og þar.

Þessar tvær leiðir til að deila gögnum eru bæði öruggar, hagkvæmar, fljótvirkar og umhverfisvænar og spara bæði pappír og óþarfa flutningskostnað.

Hafðu samband við söludeild Hugvits (sala@hugvit.is) til að fá frekari upplýsingar um þessar lausnir – Sími 510 3100.