Hvað þarf til fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands?
Margar stofnanir hefja nú undirbúning að rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta er oft viðamikið og vandasamt verkefni. Við buðum því skjalastjórum opinberra stofnana sem nota GoPro fyrir .NET á morgunverðarfund til okkar síðastliðinn fimmtudag, til að skoða þessi málefni.
Við fengum kynningu á ferli rafrænna skila frá Þjóðskjalasafni Íslands, dæmi um rafrænt umhverfi frá Einkaleyfastofu og svo kynningu á Skilalausn Hugvits. Það er ljóst að þetta er málefni sem skjalastjórar hafa mikinn áhuga á, enda til mikils að vinna.
Við þökkum góðar undirtektir og vonum að allir hafi gengið út með skýrari sýn á undirstöður rafrænnar skjalavörslu.