GoPro AFIP lausnin sýnd á Fraud & Error ráðstefnu í Bretlandi

GoPro AFIP, sérlausn Hugvits fyrir eftirlits- og rannsóknardeildir fjármálafyrirtækja, verður til sýnis á Fraud & Error 2014 ráðstefnunni í London, 15. maí næstkomandi.

Þetta er í annað sinn sem GoPro AFIP er til sýnis á ráðstefnunni, en lausnin hefur frá upphafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Áhugi fyrir GoPro AFIP hefur stóraukist í Bretlandi undanfarið ár, en lausnin var samþykkt í bresku hugbúnaðarveituna G-Cloud á síðasta ári, sem miðar að því að auðvelda opinberum aðilum landsins kaup á hugbúnaði í skýinu.

Nánari upplýsingar má nálgast á síðu GoPro AFIP.