Tag Archive for: GoPro Foris

Ný GoPro Foris námskeið

Viltu kynnast GoPro Foris betur?

Við hjá Hugviti bjóðum nú námskeið í GoPro lausnum með breyttu sniði. Markmið námskeiðanna er að bæta hæfni ykkar í lausnunum, kynna fyrir ykkur nýjungar og að auðvelda notendum GoPro Foris að nota kerfið.

Námskeiðin eru bæði fyrir almenna notendur, sem og fyrir umsjónarfólk og kerfisstjóra GoPro Foris. Námskeiðin eru sniðin að notendum hverju sinni og hægt er að velja fjarkennslu, staðkennslu í kennslustofu Hugvits eða við komum til ykkar og höldum námskeiðið á ykkar vinnustað. Allt það sem hentar ykkur best.

Endilega skoðið nýju námskeiðin okkar hér og skráðið ykkur eða verið í sambandi við okkur.

Einnig viljum við minna ykkur á að hjá Hugviti starfa fjöldi ráðgjafa sem vilja endilega aðstoða ykkur ef ykkur vantar svör eða ráðgjöf ekki hika við að heyra í okkur.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Hugvit er eitt fyrirtækja í úrvalsliði þeirra sem standast kröfur Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2023.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði í rekstri, gegnsæi, eiginfjárhlutfalli og fleiri þáttum sem meta afkomu fyrirtækja.

Það er mikil heiður að hljóta viðurkenninguna, en Hugvit hefur verið á lista frá 2011 en félagið í heild hefur verið frá upphafi undir nafni GoPro hefur verið á lista frá upphafi. Þennan árangur í rekstri staðfestir frábæra vinnu starfsfólks, sem byggir á traustum viðskiptavinum.

Hugvit á ráðstefnu IRMA

Þetta þarftu að vita!

Fimmtudaginn 31. ágúst fer fram ráðstefna á vegum IRMA – Félags um skjalastjórn á Hótel Nordica undir heitinu Þetta þarftu að vita.

Hugvit mun verða með sýningabás á ráðstefnunni og kynna nýja lausn sem gerir stofnunum kleift að birta skjöl úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu hjá notendum með pósthólf á Ísland.is. Þessi lausn er hönnuð með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram um stafrænt pósthólf stjórnvalda á Ísland.is.  Einnig er búið að samþykkja innleiðingaráætlun fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Tenging GoPro Foris skjala- og málakerfisins við pósthólf á Ísland.is uppfyllir þarfir stofnana um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur birtingu skjala í pósthólfinu; hver deildi með hverjum og hvenær.

Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is.

Við munum segja nánar frá þessari lausn og fleirum á ráðstefnunni og hvetjum okkar viðskiptavini til að mæta.

Rafrænar undirskriftir – Bætt þjónusta og meira öryggi

Með innleiðingu rafrænna undirskrifta er hægt að færa sig frá hefðbundnum undirskriftum skjala, með tilheyrandi skönnun á gögnum, biðtíma og sendingum á skjölum fram og til baka milli aðila, yfir í einfalt undirritunarferli í GoPro Foris. Þannig gera rafrænar undirskriftir ferla skilvirkari og öruggari.

Skilvirkari undirritun

Rafræn undirritun skjala í GoPro Foris felur í sér meira öryggi, þar sem allar breytingar á skjali, saga skjalsins og rekjanleiki er sýnilegur. Rafrænar undirskrift eru einnig mun öruggari, þar sem hún er tengd rafrænu skilríki undirskriftaraðila, sem hefur sannarlega auðkennt sig til að undirrita.

Hagræði felst í notkun rafrænar undirskrifta, en það sparast bæði prentkostnaður og póstburðargjöld og einnig sparast vinna við að undirbúa skjöl, sjá um útprentun, sendingar, innskönnun o.s.frv.

Með rafrænum undirskriftum kemur einnig bætt þjónustuupplifun hjá þínum viðskiptavinum, sem þurfa ekki lengur að koma til að skrifa undir skjölin, eða undirbúa sérstaka fundi til þess að ganga frá undirskrift. Rafræn undirskrift er óháð stað og tíma og eykur mikið þægindi og bætir þjónustustig fyrir alla aðila.

Hægt er að bæta við rafrænum undirskriftum í mála-, samninga- og fundakerfi GoPro Foris. Á þeim tímum þar sem aðilar er umhugað um að styðja við rafræna ferla og huga að umhversmálum þá fellur innleiðing á rafrænum undirskriftum vel að þeim markmiðum.

Hér eru meiri upplýsingar um rafrænar undirskriftir í GoPro Foris.

Þjónustugátt

GoPro Foris Þjónustugátt og mínar síður

Þjónustugátt GoPro Foris býður upp á rafrænt umsóknarferli frá upphafi til enda. Málið hefst í gáttinni á mínum síðum ytri aðila og flæðir inn í GoPro Foris skjala- og málakerfi, þar sem stofnast mál og málsmeðferð hefst.

Gáttin er aðgengileg á vefsíðum okkar samstarfsaðila. Þar fá notendur öruggan aðgang og halda utan um samskipti á “mínum síðum”. GoPro Foris þjónustugáttin er einnig aðgengileg beint í gegnum Island.is.

Rafrænt umsóknarferli er heppilegt fyrir ýmsa þjónustu, þar sem umsóknir, fyrirspurnir, kærur, tilboðsbeiðnir og önnur þjónusta er í boði. Þessi þjónusta við viðskiptavini léttir á skráningum og eykur afgreiðsluhraða auk þess eykur hún öryggi í samskiptum með rafrænni auðkenningu.

Notendur fá öruggt svæði þar sem þeir halda utan um sínar umsóknir og svör. Sjálfvirkar áminningar eru í kerfinu svo auðvelt er að fylgjast með þegar staða uppfærist á málum og/eða ný gögn bætast við.

Einnig er hægt að nota þjónustugáttina til að deila upplýsingum og skjölum á öruggan hátt með ytri aðilum.

Hér getur þú séð meiri upplýsingar um Þjónustugáttina.

Er komin tími til að uppfæra?

Fyrir viðskiptavini sem ekki hafa uppfært síðasta árið, þá gæti verið komin tími á að skoða hvað er nýtt í lausnamengi Hugvits. GoPro Foris 19.1 er nýjasta útgáfa af Foris lausamenginu, en síðustu tvær útgáfu hafa að geyma fjölmargar uppfærslur og nýjungar sem geta hentað starfsemi þíns fyrirtækis.

Meðal þess sem er nýtt eru meðal annars lausnir fyrir skjalastjóra sem einfalda yfirferð gagna fyrir skjalaumsjón, gerð vörsluútgáfu, geymsluskrár og stuðningur við reglur 85/2018 frá Þjóðskjalasafni.

Auk  þess hafa viðbótarlausnir sem hægt er að bæta við GoPro Foris verið uppfærðar og mikið af nýjungum er nú í Fundakerfi, Samningakerfi og Gæðakerfi. Þessar lausnir eru allar samþættar við GoPro og einfalda því vinnuumhverfi notanda til muna þegar nota þarf fleiri en eina lausn.

Ef þú ert ekki með nýlega útgáfu af lausnum, þá er starfsfólk Hugvit ávallt tilbúið að meta hvort æskilegt er að uppfæra eða jafnvel skoða kosti þess að færa kerfið yfir í Kerfisleigu. Hafðu samband við Hugivt með því að senda póst á söludeild Hugvits.

Nýjungar í GoPro

Kynning á nýjum útfærslum í GoPro í nóvember var vel sótt af viðskiptavinum, þar var bæði kynnt viðmót fyrir skjalastjóra og ýmsir nýjir möguleikar fyrir stjórnendasýn á gögn. Nýjungarnar byggja á samstarfi og óskum notanda og auk þess styðja þær við nýjar reglur um skjalastjórn nr. 85 frá Þjóðskjalasafni Íslands sem hafa tóku gildi 1. febrúar 2018. Jafnframt var farið yfir nýja möguleika á útfærslum fyrir mælaborð í GoPro, þar sem hægt er að vera með myndræna sýn á vinnslu og framgang mála ásamt GDPR skýrslum.

Húsfyllir var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem viðskiptavinir sýndu.

Þeir sem vilja kynna sér þessar nýjungar betur er bent á að hafa samband

GoPro afhendir vörsluútgáfu

GoPro afhenti á dögunum fyrstu vörsluútgáfu á skjalavörslukerfi samkvæmt nýjum ADA staðli til Þjóðskjalasafns Íslands. Löng vegferð býr að baki þessari afhendingu og mikil þróun. Í kjölfar þess héldum við morgunfund með skjalastjórum til að ræða ferlið við rafræn skil vörsluútgáfu.

Rafræn skil

Rafræn skil

Húsfylli var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem sýndur var. María Hjaltalín rakti ferlið við undirbúning og framkvæmd skila. Ásta H. Ásólfsdóttir, tækniþróunarstjóri GoPro Foris lausnarinnar, lýsti auk þess nýjungum sem styðja við þessa vinnu.

Fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands tók við spurningum skjalastjóra sem sneru beint að Þjóðskjalasafni, og þökkum við S. Andreu Ásgeirsdóttur kærlega fyrir komuna.

Eins og fram kom á fundinum er þetta metnaðarmál bæði skilaskyldra aðila, Þjóðskjalasafns og okkar hjá Hugviti. Við höldum nú ótrauð áfram með rafræn skil með góða reynslu og mikilvæg verkfæri í pokahorninu.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Ný útgáfa GoPro Foris

Hugvit kynnir nýjustu útgáfu GoPro Foris!

Lesa meira