Tag Archive for: GoPro Foris

Finnið okkur á IRMA ráðstefnunni!

Hugvit verður á haustráðstefnu IRMA, Félags um skjalastjórn á Íslandi, næstkomandi föstudag 13. október.

Við hlökkum til að eiga góðan dag í umræðu um faglega skjalastjórn, tækifærin sem felast í notkun staðla, og mikilvægi þess að halda í gott vinnu umhverfi. Við hvetjum ráðstefnugesti til að líta við á básinn okkar og sjá GoPro Foris – nýja viðmótið okkar!

 

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.

Landsréttur og dómstólasýsla velja GoPro

Ríkiskaup birtu nýverið niðurstöður útreikninga á tilboðum sem lögð voru fram fyrir útboð upplýsingakerfis Dómstóla og Dómstólasýslu. Við erum stolt af því að sjá að tilboð Hugvits, sem sambland af gæðamati og verðtilboði, hlaut 99/100 stigum samkvæmt valforsendum. Það verður spennandi að fara af stað með nýtt viðmót GoPro hjá nýrri stofnun og nýju dómstigi.

Við óskum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með góðan árangur. Við þökkum dugnaðinn og eljuna sem fór í þessa vinnu, en markviss vinnubrögð náðu að skila topp einkunn þrátt fyrir knappa tímalínu.

Auk þess notum við tækifærið og óskum Ríkiskaupum til hamingju með metnaðarfullt og framsækið útboð, og þökkum við heimsóknina frá öllum sem tóku þátt í gæðaprófunum.