Stjórnendasýn
Stjórnendur og aðrir ábyrgðarmenn geta fengið sérstakan stjórnendapakka með reglulegum skýrslum og mælaborði með stillanlegum gröfum. Skýrslunum er hægt að varpa beint í Excel. Stjórnendur öðlast þannig grafíska sýn á upplýsingar um verkefni, mál og samninga. Samþætting við dagatal gefur sýn á tímamörk mála og skjala. Verk, sérstök viðbót í stjórnendapakkanum, hafa ábyrgðaraðila, tímamörk og lýsingu. Þau henta vel þegar setja þarf aðgerðir sem tengjast ákveðnu skjali eða máli.
- Ný grafísk sýn á gögn úr GoPro
- Skýrslur sem varpast í Excel
- Dagatal með yfirlit yfir tímamörk mála og skjala
- Stýra má aðgangi að sjónarhorninu