Tag Archive for: GoPro Foris

Nýjungar í GoPro

Kynning á nýjum útfærslum í GoPro í nóvember var vel sótt af viðskiptavinum, þar var bæði kynnt viðmót fyrir skjalastjóra og ýmsir nýjir möguleikar fyrir stjórnendasýn á gögn. Nýjungarnar byggja á samstarfi og óskum notanda og auk þess styðja þær við nýjar reglur um skjalastjórn nr. 85 frá Þjóðskjalasafni Íslands sem hafa tóku gildi 1. febrúar 2018. Jafnframt var farið yfir nýja möguleika á útfærslum fyrir mælaborð í GoPro, þar sem hægt er að vera með myndræna sýn á vinnslu og framgang mála ásamt GDPR skýrslum.

Húsfyllir var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem viðskiptavinir sýndu.

Þeir sem vilja kynna sér þessar nýjungar betur er bent á að hafa samband

GoPro afhendir vörsluútgáfu

GoPro afhenti á dögunum fyrstu vörsluútgáfu á skjalavörslukerfi samkvæmt nýjum ADA staðli til Þjóðskjalasafns Íslands. Löng vegferð býr að baki þessari afhendingu og mikil þróun. Í kjölfar þess héldum við morgunfund með skjalastjórum til að ræða ferlið við rafræn skil vörsluútgáfu.

Rafræn skil

Rafræn skil

Húsfylli var á fundinum og þökkum við þann mikla áhuga sem sýndur var. María Hjaltalín rakti ferlið við undirbúning og framkvæmd skila. Ásta H. Ásólfsdóttir, tækniþróunarstjóri GoPro Foris lausnarinnar, lýsti auk þess nýjungum sem styðja við þessa vinnu.

Fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands tók við spurningum skjalastjóra sem sneru beint að Þjóðskjalasafni, og þökkum við S. Andreu Ásgeirsdóttur kærlega fyrir komuna.

Eins og fram kom á fundinum er þetta metnaðarmál bæði skilaskyldra aðila, Þjóðskjalasafns og okkar hjá Hugviti. Við höldum nú ótrauð áfram með rafræn skil með góða reynslu og mikilvæg verkfæri í pokahorninu.

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Ný útgáfa GoPro Foris

Hugvit kynnir nýjustu útgáfu GoPro Foris!

Lesa meira

Finnið okkur á IRMA ráðstefnunni!

Hugvit verður á haustráðstefnu IRMA, Félags um skjalastjórn á Íslandi, næstkomandi föstudag 13. október.

Við hlökkum til að eiga góðan dag í umræðu um faglega skjalastjórn, tækifærin sem felast í notkun staðla, og mikilvægi þess að halda í gott vinnu umhverfi. Við hvetjum ráðstefnugesti til að líta við á básinn okkar og sjá GoPro Foris – nýja viðmótið okkar!

 

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.

Landsréttur og dómstólasýsla velja GoPro

Ríkiskaup birtu nýverið niðurstöður útreikninga á tilboðum sem lögð voru fram fyrir útboð upplýsingakerfis Dómstóla og Dómstólasýslu. Við erum stolt af því að sjá að tilboð Hugvits, sem sambland af gæðamati og verðtilboði, hlaut 99/100 stigum samkvæmt valforsendum. Það verður spennandi að fara af stað með nýtt viðmót GoPro hjá nýrri stofnun og nýju dómstigi.

Við óskum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með góðan árangur. Við þökkum dugnaðinn og eljuna sem fór í þessa vinnu, en markviss vinnubrögð náðu að skila topp einkunn þrátt fyrir knappa tímalínu.

Auk þess notum við tækifærið og óskum Ríkiskaupum til hamingju með metnaðarfullt og framsækið útboð, og þökkum við heimsóknina frá öllum sem tóku þátt í gæðaprófunum.