Hugvit fær vottun um gagnaöryggi

Hugvit hefur um nokkurra ára skeið verið með alþjóðlega vottun sem snýr að gagnaöryggi, þetta er Cyber Essentials vottunin.

Nú nýlega gengum við í gegnum vottunarferli til að uppfylla þennan staðal.

Cyber ​​Essential vottunin snýr að því að uppfylla þarf kröfur um gagnaöryggi eldveggja, internetsins, öryggisstillinga, aðgangsstýringa og fleiri öryggisþátta sem koma að stjórnun og rekstri tölvukerfa, þar með talið farsíma og snjalltækja.

Þessi vottun er þróuð fyrir breska stjórnsýslu og iðnað, til að skapa traustan og öruggan grunn að auknu gagnaöryggi hjá hinu opinbera og draga úr hættu á tölvuárásum.

Með því að uppfylla Cyber ​​Essentials staðalinn hefur Hugvit stigið mikilvægt skref til að tryggja gagnaöryggi í GoPro lausnum hjá viðskiptavinum sínum.

Nánari upplýsingar um Cyber Essential vottunina er að finna hér.