Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Hugvit er Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Við erum stolt að hljóta enn á ný viðurkenningu CreditInfo fyrir Framúrskarandi Fyrirtæki 2016. Það er okkur mikils vert að hafa náð þessum árangri frá upphafi, og viljum við þakka starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir framlag sitt.  

Stígðu skref inn í framtíðina

GoPro stígur skref til framtíðar með nýjustu uppfærslu. GoPro er nú í boði í skýru og stillanlegu viðmóti sem umbyltir notendaupplifun og stóreykur afkastagetu. Uppbygging viðmótsins er vönum notendum kunnug, en ný tækni gerir upplýsingar aðgengilegri, aðgerðir fljótlegri og viðmótið þægilegra. Stilltu þitt notendaviðmót eftir þínu höfði, fáðu forskoðun á skjöl, eða samþykktu rýni beint […]

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi. Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið […]

Hugvit og nýsköpun í íslensku atvinnulífi

Samtök iðnaðarins standa nú fyrir átaki sem miðar að því að efla áherslur á hugvit sem auðlind til að byggja okkar velferð á. Við hjá Hugviti höfum alla tíð lagt áherslu á mikilvægi hugverka og nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Það er því okkar ánægja að veita verkefni Samtaka iðnaðarins, X-Hugvit, góðfúslegt leyfi fyrir notkun á nafni […]

GoPro fyrir .NET 2.9

Regluleg uppfærsla: GoPro fyrir .NET 2.9

GoPro fyrir .NET útgáfa 2.9 er komin út. Þessi útgáfa er hluti af reglulegum uppfærslum GoPro upplýsingakerfisins. Ýmsar breytingar er að finna í þessari viðhaldsútgáfu. Búið er að auka skilvirkni kerfisins og bæta leitina, auk þess sem fleiri valmöguleikar tengdir öryggismálum standa nú til boða. Nánari upplýsingar má nálgast hjá þjónustudeild.