Tag Archive for: fjármálafyrirtæki

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi.

Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið hvað GoPro getur gert fyrir þig.

GoPro AFIP lausnin sýnd á Fraud & Error ráðstefnu í Bretlandi

GoPro AFIP, sérlausn Hugvits fyrir eftirlits- og rannsóknardeildir fjármálafyrirtækja, verður til sýnis á Fraud & Error 2014 ráðstefnunni í London, 15. maí næstkomandi.

Þetta er í annað sinn sem GoPro AFIP er til sýnis á ráðstefnunni, en lausnin hefur frá upphafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Áhugi fyrir GoPro AFIP hefur stóraukist í Bretlandi undanfarið ár, en lausnin var samþykkt í bresku hugbúnaðarveituna G-Cloud á síðasta ári, sem miðar að því að auðvelda opinberum aðilum landsins kaup á hugbúnaði í skýinu.

Nánari upplýsingar má nálgast á síðu GoPro AFIP.

Fjármálafyrirtækin nýta sér GoPro

GoPro hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum sem framúrskarandi málastjórnunarlausn fyrir fjármálafyrirtæki. GoPro auðveldar utanumhald gagna og samskiptasögu, eykur rekjanleika ákvarðana og fylgni við reglugerðir eftirlitsaðila.

GoPro gefur heildaryfirsýn yfir mál og tengiliði, stýrir aðgangi að upplýsingum á öruggan hátt og veitir ávallt gott aðgengi að viðeigandi gögnum í samræmi við vinnu notandans. GoPro má auk þess tengja við vefgátt, sem gefur ytri aðilum, svo sem viðskiptavinum, aðgang að upplýsingum og þjónustu á netinu.

Meðal þeirra sem hafa nýtt sér lausnamengi GoPro eru bankar, lífeyrissjóðir og eftirlitsaðilar, á Íslandi, Bandaríkjunum og í Evrópu. Kynntu þér lausnamengi GoPro og hafðu samband.