Hugvit notar PRINCE2 og Agile aðferðafræði

Hjá hugviti starfa faglærðir verkefnastjórar með margra ára reynslu í verkefnefnastjórnun, þeir hafa komið að rekstri hugbúnaðarverkefna bæði hérlendis sem og erlendis þar sem þeir hafa stýrt stórum alþjóðlegum verkefnum og innleiðingu á GoPro lausnum fyrir fjölbreytta starfsemi hjá okkar viðskiptavinum.

Hugvit hefur um langt skeið notað PRINCE2 aðferðafræðina (Projects IN Controlled Environments) við verkefnastjórnun og innleiðingu á sínum viðskiptalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. PRINCE2 á rætur sínar að rekja til Bretlands og hefur meðal annars það markmið að verja viðskiptavini fyrir áföllum í innleiðingarferlinu.

PRINCE2 aðferðafræðin er notuð sem regnhlíf yfir verkefni hjá Hugviti og þá skjölun sem nauðsynleg er verkefnum og innleiðingu. Hjá Hugviti er hún samþætt á ákveðinn hátt við Agile aðferðafræðina við þróun GoPro kjarnahugbúnaðar, með það að markmiði að hámarka þekkingu innan þróunarteyma. Þetta er aðferðafræði sem hefur reynst vel hjá Hugviti og eru keyrðir Scrum fundir daglega hjá þróunarteymum Hugvits með það að markmiði þróa notendavænar hugbúnaðarlausnir.