Tengingar við GoPro – Eru þið að nýta möguleikana?

Vefþjónustur fyrir GoPro

GoPro lausnin býður upp á staðlað vefþjónustulag sem gerir stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum kleift að tengja lausnina við aðrar upplýsingaveitur – svo sem Ísland.is og aðrar rafrænar gáttir.

Láttu gögnin flæða sjálfkrafa – án handavinnu

Með því að nota vefþjónustur (API) frá Hugviti er hægt að:

  • Taka á móti umsóknum beint í GoPro
  • Senda skjöl í gegnum Ísland.is pósthólf
  • Samþætta við ytri gáttir eða önnur kerfi
  • Senda niðurstöður eða skjöl til annarra kerfa eða aðila


Allt þetta – án þess að einhver þurfi að færa gögn handvirkt á milli.


Með því að nýta GoPro vefþjónusturnar er hægt að tengja umsóknir og veflausnir beint við mála- og skjalakerfið, sjálfvirknivæða ferla, einfalda málsmeðferð og bæta bæði vinnuflæði og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Meiri hraði og færri villur

🔄 Sjálfvirkni – sparar tíma og tryggir stöðug vinnuflæði

📉 Áreiðanleiki – færri skref, minni hætta á villum í gagnaflutningi

📨 Betri þjónusta – hraðari svörun og markvissari afgreiðsla

🚀 Skalanleiki – hægt að tengja fleiri lausnir þegar þörf krefur

Hvernig virkar þetta tæknilega

Við notum staðlaðar vefþjónustur GoPro API sem gera kerfum kleift að tala saman á öruggan hátt.

GoPro vefþjónustur styðja við að:

  • Stofna mál og vista skjöl beint í GoPro
  • Stofna málsaðila og setja inn lýsigögn frá umsókn
  • Taka við eða senda gögn frá/til annarra kerfa
  • Samþætta GoPro við ykkar vef, innri kerfi, eða ytri gáttir

Dæmi um hvernig þetta nýtist

  • Umsókn kemur á vef → Mál og málsaðili stofnast í GoPro og umsókn er skráð
  • Skjal í GoPro → Sent beint í pósthólf Ísland.is eða í Signet Transfer gáttina
  • Gögn úr ytri lausn → fara beint inn í viðeigandni málsmeðferð

Hefur þú áhuga á vefþjónustum?

Við viljum endilega heyra í þér og við hjá Hugviti hjálpum ykkur að finna tengingar sem skila mestum árangri í ykkar starfsemi.
👉 Endilega heyrðu í okkur