Nýtt þjónustuborð Hugvits
Hugvit býður öllum viðskiptavinum aðgang að nýju þjónustuborði sem einfaldar samskipti og veitir bæði okkur og viðskiptavinum skýrari yfirsýn yfir vinnuflæði og stöðu mála. Þjónustuborðið er miðlægur staður þar sem allar fyrirspurnir og beiðnir tengdar GoPro fara í gegnum skipulagt ferli. Aðgangur að þjónustuborðinu er án endurgjalds. En ef beiðnin kallar á vinnu af hálfu Hugvits, kann að myndast kostnaður.
Þar er hægt að:
- senda inn þjónustubeiðnir
- fylgjast með stöðu mála
- sjá hvað er í vinnslu og hvað er leyst
Allt á einum stað.
Betri samskipti og yfirsýn
Þegar beiðnir fara í gegnum þjónustuborðið verður ferlið skýrara. Þjónustuteymi Hugvits tekur á móti beiðnum og fylgir þeim eftir þar til lausn er fundin.
Bæði viðskiptavinir og þjónustuteymið:
- sjá stöðu mála í rauntíma
- vita hver er að vinna í hverju
- hafa alla samskiptasögu á einum stað
Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar fleiri en einn starfsmaður þarf að fylgjast með eða taka þátt í samskiptum.

Fljótari afgreiðsla
Því betri upplýsingar sem berast í upphafi, því hraðar er hægt að leysa málin. Þjónustuborðið leiðbeinir notendum í gegnum innsendingu og stingur jafnvel upp á efni úr Hjálpinni (þekkingarbankanum) sem gæti leyst vandann strax. Þetta sparar tíma og bætir samskiptin.
Aðgangur að Hjálpinni
Með þjónustuborðinu fylgir einnig aðgangur að Hjálpinni, okkar og þekkingarbanka sem inniheldur leiðbeiningar og fræðsluefni. Stundum er hægt að leysa fyrirspurnina án þess að senda inn beiðni með hjálp þekkingarbankans.
Hvernig skrái ég okkur í þjónustuborðið?
Við setjum fyrirtæki upp í þjónustuborðið án kostnaðar. Þú skráir þitt fyrirtæki hér og við sjáum um rest.
👉 Skráning í Þjónustuborð Hugvits
Áhrifahópar
Vilt þú hafa áhrif á þróun GoPro. Endilega skráðu þig í áhrifahópana okkar. Skráning er farin á fullt en við erum enn með laus pláss.
- Skjalastjórahópur – fyrir þá sem vinna með mál, skjöl og rafræn skil.
- Gervigreindarhópur – fyrir þá sem vilja taka þátt í þróun nýrra GoPro lausna á því sviði.
- Einfalt notendaviðmót – fyrir almenna notendur og aðra sem hafa áhuga á að einfalda aðgerðir og viðmót almennra notenda.
Frekari upplýsingar um áhrifahópa og skráning í hlekknum hér að neðan.



