Hvað felst í rafrænum skilum?
Opinberum stofnunum og öðrum skilaskyldum aðilum ber skylda til að skila gögnum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands. Í dag fara þessi skil að miklu leyti fram á pappír, þó svo að tæknin til rafrænna skila sé í boði. Rafræn skil gefa kost á að skila á þessum gögnum á rafrænu formi og draga þar með stórlega úr notkun og vörslu gagna á pappír.
Allar þær stofnanir sem hafa fengið samþykki Þjóðskjalasafns Íslands fyrir rafrænum skilum í dag eru að nota GoPro mála- og skjalastjórnunarkerfið. Þetta eru metnaðarfullar stofnanir sem eru leiðandi í skjalastjórn á Íslandi, svo sem Fjármálaeftirlitið og Iðnaðarráðuneytið, sem nú fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Kostir þess að flytja skil yfir á rafrænt form eru augljósir, en þar má nefna umtalsverða sparnaðar- og hagræðingarmöguleika, vistvænna verklag og auðveldara aðgengi að gögnum. Sú vinna og kostnaður sem innleiðing nýs verklags krefst getur hinsvegar hægt á framvindu skiptanna. Hugvit hf býður upp á sérstaka ráðgjafaþjónustu fyrir þessi atriði, en við höfum aflað okkur dýrmætrar reynslu í slíkum innleiðingum. Margt þarf að athuga, enda eru skilaskyldar stofnanir oft að vinna með mikilvæg og viðkvæm gögn.
Sækja þarf um leyfi Þjóðskjalasafns fyrir rafrænum skilum. Við meðhöndlun slíkrar umsóknar þarf að athuga kerfið sem er í notkun, sérlausnir og ýmis atriði í verklagi stofnunarinnar. GoPro hefur nú þegar fengið samþykki sem mála- og skjalastjórnunarkerfi í umsóknum framsækinna stofnana. Því getum við staðfest að kerfi okkar mætir þeim kröfum sem gerðar eru til mála- og skjalastjórnunarlausna fyrir rafræn skil, en endanlegt samþykki umsóknar byggir að sjálfsögðu á fleiri þáttum.
Rafræn skil eru, að okkar mati, eitt mikilvægasta verkefnið í skjalastjórnun í dag. Ráðgjafar Hugvits eru alltaf tilbúnir til þess að skoða þessi mál og aðstoða við innleiðingu kerfis sem mætir bæði ströngum kröfum samtímans og upplýsingaþörf framtíðar.
Kynntu þér málið og fáðu kynningu á Skilalausn okkar í dag.