Tag Archive for: kynningar

Kynning á Hilton Reykjavík Nordica

Ný kynslóð GoPro verður frumsýnd á kynningu okkar, 6. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica.
Komdu og upplifðu byltingarkenndar nýjungar í GoPro.

Dagskrá

8.30Húsið opnar – skráning og kaffi
9.00Öryggismál og Skýið
9.15Innri og ytri samskipti – Enn öflugri umsóknargátt
9.30GoPro eftir þínu höfði – Nýtt viðmót
9.50Hlé
10.15GoPro eftir þínu höfði frh. – Skjalavinnsla og samvinna
10.50GoPro – Alls staðar – Aðgengi óháð stað og stund
11.10Samantekt – Nýir möguleikar
11.20Dagskrárlok

Skráðu þig

Við kynnum næstu kynslóð GoPro lausna

Hugvit býður notendum GoPro á kynningu, 6. nóvember á Hilton Nordica. Komdu og upplifðu byltingarkenndar nýjungar í GoPro.

Magn rafrænna gagna eykst með hverju ári, rafræn samvinna er sjálfsagður hlutur og helmingur skrifstofustarfsmanna nýta snjalltæki við vinnu sína. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun í málastjórnun, á meðan hvergi er slakað á kröfum um öryggi.

Næsta kynslóð GoPro mætir þessum þörfum. Við stígum næsta skrefið í málastjórnun og bjóðum þér að koma og sjá.

Skráðu þig núna. Við hlökkum til að sjá þig.

 

Morgunkaffi með Hugviti: Kynning á GoPro fyrir .NET 2.7

Við bjóðum viðskiptavinum okkar til morgunverðar þar sem við kynnum nýjungar í GoPro fyrir .NET, Samningalausnina og skýrslugerð í GoPro.

Að vanda förum við einnig yfir sniðuga notkunarmöguleika og svörum spurningum notenda.

 

Staður: Tunguháls 19, 4. hæð
Dags: 13. nóvember, kl. 8.30-10.00

Morgunkynningar okkar eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig!

Hvað þarf til fyrir rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands?

Margar stofnanir hefja nú undirbúning að rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta er oft viðamikið og vandasamt verkefni. Við buðum því skjalastjórum opinberra stofnana sem nota GoPro fyrir .NET á morgunverðarfund til okkar síðastliðinn fimmtudag, til að skoða þessi málefni.

Við fengum kynningu á ferli rafrænna skila frá Þjóðskjalasafni Íslands, dæmi um rafrænt umhverfi frá Einkaleyfastofu og svo kynningu á Skilalausn Hugvits. Það er ljóst að þetta er málefni sem skjalastjórar hafa mikinn áhuga á, enda til mikils að vinna.

Við þökkum góðar undirtektir og vonum að allir hafi gengið út með skýrari sýn á undirstöður rafrænnar skjalavörslu.

Skjalastjórar heimsækja Hugvit

Skjalastjórar ráðuneytanna komu í heimsókn til Hugvits í síðustu viku og kynntu sér nýjungar í GoPro. Meðal annars fengu þau ítarlega kynningu á Skilalausninni í GoPro, sem er fullbúin vara fyrir skil til Þjóðskjalasafns Íslands. Við höfum fjallað nánar um Skilalausnina og mikilvægi rafrænna skila hér.

Hugvit hefur unnið náið með ráðuneytunum við að undirbúa rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur eitt ráðuneyti nú þegar skilað rafrænt inn til ÞÍ. Framundan eru sambærilegar kynningar fyrir skjalastjóra opinberra stofnanna í maí.