Tag Archive for: kennsla

Gagnvirk mælaborð í GoPro Foris

Vantar þig betri yfirsýn á stöðu mála í GoPro Foris? Ef svo er þá gæti gagnvirkt mælaborð verið lausn fyrir þig. Mælaborð dregur fram lykilupplýsingar í GoPro Foris og notendur fá myndræna sýn á stöðu mála. Mælaborð fyrir stjórnendur gefa yfirsýn á álag starfsfólks og auðvelt er að sjá hverjir eru með of mikið af málum á sinni könnu eða jafnvel hverja vantar verkefni. Þannig er hægt að jafna vinnuálag, vinna markvissara og koma í veg fyrir að fara yfir tímamörk mála.

Gagnvirk mælaborð í GoPro Foris halda utan um lykil mælikvarða (e. KPI´s) og tímafresti og gefa myndræna sýn á stöðu mála. Mælaborð geta verið eitt af því mikilvægasta fyrir greiningar og ákvarðanatöku fyrirtækja. Oft sýna þau ákveðin mynstur (e. trend) í fyrirtækinu sem hægt er að greina og leysa eða nýta betur til að auka afköst.

Af hverju mælaborð?

GoPro Foris er skjala- og málakerfi sem heldur vel utan mál og skjöl hjá stofnunum og fyrirtækjum. Til að auðvelda yfirsýn og draga fram lykilupplýsingar þá henta gagnvirk mælaborð í GoPro Foris mjög vel.

Með hjálp sérfræðinga Hugvits getum við stillt saman upp mælaborði fyrir þig, bæði mælaborði fyrir almenna notendur. en einnig fyrir stjórnendur og/eða fyrir skipulagsheildir sem vinna saman að málum og markmiðum.

Með mælaborðum er til dæmis hægt að fylgjast með málum sem eru óafgreidd, í vinnslu eða afgreidd. Þar er hægt að sjá verkefnastöðu og fá sýn á álag starfsfólks. Einnig er hægt að skrá tímamörk á mál og verkefni til að fá enn betri gögn úr kerfinu.

Gagnvirk mælaborð

Mælaborðin í GoPro Foris eru gagnvirk, sem felur í sér að hægt er að grafa sig dýpra í mælaborðið, finna hvaðan tölurnar koma og vinna með upplýsingarnar. Að hafa gagnvirk mælaborð sparar mikinn tíma.

Vinsæl stöðluð mælaborð

Yfirlit yfir skjöl og mál

Sýnir stöðu yfirstandandi mála, til dæmi flokkuð eftir deild, tímamörkum, mikilvægi eða tegund.

Aðgengi að skjölum og málum

GoPro Foris heldur utan um skjöl og mál en með viðbættu gagnvirku mælaborði eru málin flokkuð eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Mælaborðin eru gagnvirk svo hægt er að fara í skjölin í gegnum mælaborðin.

Betri eftirfylgni

Auðveldara að halda utan um sín skjöl og mál og fyrir stjórnendur að fylgjast með framgangi skjala og mála. Kemur frekar í veg fyrir að skjöl fari yfir tímarmörk. Sýna álagstíma og hægt er að bera kennsl á flöskuhálsa og þannig fá tækifæri að bæta verkferla.

Skýrslugerð og greining gagna

Í GoPro Foris er hægt að búa til sjálfvirkar skýrslur og taka þær út í Excel. Hægt er að velja til dæmis að fá tölvupóst einu sinni í viku með fyrirfram ákveðnum skýrslum sem geta meðal annars innihaldið Pivot töflur sem byggja á gögnum frá GoPro Foris.

Endilega heyrðu í okkur

Ef þetta gæti hjálpað þér og þínu fyrirtæki þá endilega bókaðu fund með söluteyminu okkar sem leiðbeinir þér og athugar hvort mælaborð myndi ekki henta ykkur. Saman ákveðum við svo markmiðin með mælaborði og okkar sérfræðingar vinna að því að stilla upp mælaborði sem hentar fyrir ykkur.

Hafa samband

Ný GoPro Foris námskeið

Viltu kynnast GoPro Foris betur?

Við hjá Hugviti bjóðum nú námskeið í GoPro lausnum með breyttu sniði. Markmið námskeiðanna er að bæta hæfni ykkar í lausnunum, kynna fyrir ykkur nýjungar og að auðvelda notendum GoPro Foris að nota kerfið.

Námskeiðin eru bæði fyrir almenna notendur, sem og fyrir umsjónarfólk og kerfisstjóra GoPro Foris. Námskeiðin eru sniðin að notendum hverju sinni og hægt er að velja fjarkennslu, staðkennslu í kennslustofu Hugvits eða við komum til ykkar og höldum námskeiðið á ykkar vinnustað. Allt það sem hentar ykkur best.

Endilega skoðið nýju námskeiðin okkar hér og skráðið ykkur eða verið í sambandi við okkur.

Einnig viljum við minna ykkur á að hjá Hugviti starfa fjöldi ráðgjafa sem vilja endilega aðstoða ykkur ef ykkur vantar svör eða ráðgjöf ekki hika við að heyra í okkur.