Tag Archive for: Hugvit

Umsjón funda og deiling gagna með GoPro

Verið velkomin á kynningu hjá okkur, fimmtudaginn 23. nóvember!

Við kynnum spennandi nýjungar með deilingu gagna til ytri aðila. Svo kynnum við Fundakerfið okkar í nýja GoPro Foris viðmótinu og skoðum nokkur dæmi um hvernig það er notað, bæði fyrir stjórnarfundi sem og almenna afgreiðslufundi.

Í boði er morgunkaffi og með því. Skráning er frjáls meðan húsrúm leyfir.

Allir GoPro notendur eru velkomnir og kynningin er notendum að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá þig.

Starfsemi Hugvits er ISO 27001 vottuð fyrir upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er einn af hornsteinum hugbúnaðarþróunar hjá Hugviti. Mikilvægi öryggis í upplýsingatækni hefur stóraukist á undanförnum árum og því hefur Hugvit sett sér metnaðarfull markmið um að styðja við og standast auknar kröfur.

Blað var brotið þegar stjórnkerfi upplýsingaöryggis (ISMS) Hugvits fyrir GoPro málastjórnunarkerfið (e. GoPro Case management software solutions ) hlaut alþjóðlega vottun frá British Standard Institutions (BSI) á Íslandi. BSI vottaði kerfið samkvæmt ISO 27001:2013 staðlinum um upplýsingaöryggi í fyrra. Nýverið stóðst Hugvit endurskoðun sem staðfesti vottunina, en hún nær yfir bæði vöruþróunarferla, sem þjónustuferla, svo sem fyrir ráðgjöf, þjónustu og hýsingu.

„Upplýsingaleki og gagnatap er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að takast á við í dag. Það er því mikilvægt að fyrirtæki verndi þær upplýsingar sem varða fyrirtækin sjálf og samskipti við viðskiptavini. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem er í samræmi við kröfur ISO 27001:2013 er stýrð aðferð til að hafa umsjón með trúnaðarupplýsingum er varða fyrirtækið svo þau haldast örugg. Það auðveldar fyrirtækjum að bera kennsl á núverandi og mögulega veikleika í upplýsingaöryggi og gerir fyrirtækinu kleift að grípa til aðgerða áður en skaðinn er skeður.“   – BSI

Regluleg endurskoðun er nauðsynlegur liður í því að viðhalda gildi slíkra vottana. Handbækur og gæðakerfi gera lítið gagn ef þeim er ekki viðhaldið og fylgt til hlítar. Hugvit hefur tekið þá stefnu að innleiða upplýsingaöryggi í menningu fyrirtækisins, þannig að nýir starfshættir verði sjálfsagður hluti af daglegri vinnu. Það ferli krafðist mikils undirbúnings og þátttöku starfsmanna úr öllum áttum, en hefur gefist einstaklega vel.

„Þessi vottun á sviði ISO 27001 upplýsingaöryggis er okkur mikils virði. Gífurleg vinna hefur verið lögð í að formfesta og rýna alla starfsemi okkar með tilliti til upplýsingaöryggis, samkvæmt þessum alþjóðlega staðli,“ sagði Helga Ingjaldsdóttir, fjármálastjóri og stjórnarmaður Hugvits.

„Upplýsingaöryggi er ein helsta áskorun upplýsingatækninnar í dag. ISO 27001 vottun Hugvits er í samræmi við áherslur okkar á að vera í fararbroddi við þróun og þjónustu traustra og öruggra lausna. Hún staðfestir mjög mikilvægan áfanga í að tryggja öryggi viðkvæmra gagna viðskiptavina okkar, bæði í þróun hugbúnaðar sem og í starfsemi okkar. Fyrir fyrirtæki sem selur lausnir út um allan heim er hún nauðsynlegur þáttur í því að byggja upp traust á fyrirtækinu.“

ISO 27001:2013 staðallinn var innleiddur í samræmi við innri öryggisstefnu Hugvits og GoPro, sem nær til þróunar, þjónustu, ráðgjafar, hýsingar, verkefnastjórnunar og reksturs upplýsingakerfa og stuðlar að markvissri vinnu við vernd á öryggi, leynd (confidentiality), réttleika (integrity) og tiltækileika (availability) mikilvægra upplýsinga.

Hvað er ISO 27001?

ISO 27001 staðallinn tekur til upplýsingaöryggis, tilgreinir kröfur sem viðkoma innleiðingu, viðhaldi og stöðugum endurbótum upplýsingakerfa og stjórnun þeirra í samræmi við tilskipað vinnulag.

Staðallinn felur einnig í sér kröfur um mat og meðferð á öryggisþáttum sniðnum að eðli fyrirtækjanna.

 

Hugvit er Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Við erum stolt að hljóta enn á ný viðurkenningu CreditInfo fyrir Framúrskarandi Fyrirtæki 2016.

Það er okkur mikils vert að hafa náð þessum árangri frá upphafi, og viljum við þakka starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir framlag sitt.

 

Hugvit og nýsköpun í íslensku atvinnulífi

Samtök iðnaðarins standa nú fyrir átaki sem miðar að því að efla áherslur á hugvit sem auðlind til að byggja okkar velferð á. Við hjá Hugviti höfum alla tíð lagt áherslu á mikilvægi hugverka og nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Það er því okkar ánægja að veita verkefni Samtaka iðnaðarins, X-Hugvit, góðfúslegt leyfi fyrir notkun á nafni okkar í framtaki sínu, sem við styðjum heilshugar.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér verkefnið, en það miðar að því að vekja athygli á nýsköpun og skapandi hagkerfi á Íslandi.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Hugvit er ‘Framúrskarandi fyrirtæki 2015‘, en þetta er í sjötta sinn sem GoPro ehf hlýtur þessa viðurkenningu Creditinfo. Í henni kemur fram að eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu.

Við erum stolt af því að sjá viðurkenningu þess árangurs sem styrk stjórnun og öflugur vöxtur hefur borið í för með sér undanfarin ár.

 

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2014

FF_Undirskriftir_ISLHugvit hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2014. Þetta árið föllum við í hóp 1,7% fyrirtækja landsins sem hlýtur þessa viðurkenningu CreditInfo, en alls eru um 33.000 fyrirtæki skráð og skoðuð.

Þetta er fjórða árið í röð sem Hugvit hlýtur viðurkenninguna, en hún sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra samkvæmt mati CreditInfo.

Við erum stolt af því að halda þessum titli, ár eftir ár, og vonum að starfsmenn og samstarfsaðilar okkar haldi áfram að njóta góðs af styrkri stjórnun fyrirtækisins.

 

Nýtt ár á nýjum vef

Við óskum öllum samstarfsaðilum og viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs. Við byrjum árið á því að setja nýjan vef Hugvits í loftið, en hann hefur fengið ferskt útlit og við vonum að hann reynist notendum aðgengilegur og notendavænn.

Við hvetjum einnig viðskiptavini okkar til að skrá sig á póstlistann okkar, en við sendum þar út tilkynningar um morgunfundi, kynningar, ráðstefnur og nýjar útgáfur af GoPro vörunum. Einnig kynnum við þetta á Facebook síðu okkar, fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Ef hugmyndir eða athugasemdir vakna um nýja vefinn, þá endilega hikið ekki við að hafa samband.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki!

Hugvitar fagna því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2013, þriðja árið í röð. Við þökkum starfsfólki og samstarfsaðilum okkar fyrir vel unnin störf, en mikinn dugnað og hæfileika þarf til að viðhalda þessum frábæra árangri.

Einungis rúmt 1% fyrirtækja á Íslandi ná þessum árangri, en í ár eru það 462 af 33.000 skráðum fyrirtækjum landsins sem uppfylla skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.

Það er okkur mikill heiður og ánægja að teljast enn sem áður til framúrskarandi fyrirtækja Íslands 2013 og við stefnum á að efla íslenskt efnahagslíf af sama krafti á komandi árum