Skjalastjórar heimsækja Hugvit
Skjalastjórar ráðuneytanna komu í heimsókn til Hugvits í síðustu viku og kynntu sér nýjungar í GoPro. Meðal annars fengu þau ítarlega kynningu á Skilalausninni í GoPro, sem er fullbúin vara fyrir skil til Þjóðskjalasafns Íslands. Við höfum fjallað nánar um Skilalausnina og mikilvægi rafrænna skila hér.
Hugvit hefur unnið náið með ráðuneytunum við að undirbúa rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur eitt ráðuneyti nú þegar skilað rafrænt inn til ÞÍ. Framundan eru sambærilegar kynningar fyrir skjalastjóra opinberra stofnanna í maí.