Microsoft Teams og GoPro Foris
Mörg fyrirtæki og stofnanir eru farin að nota Microsoft Teams í auknu mæli fyrir samvinnu í verkefnum og skjölum, bæði fyrir innanhúss verkefni, en einnig er hægt að stofna Teams svæði fyrir samvinnu þvert á stofnanir. Það er mjög mikilvægt að þau skjöl og ákvarðanir sem teknar eru á þessum Teams svæðum (rásum) séu skjöluð í samræmi við reglur opinberra stofnana um rafræna skjalavörslu.
Því hefur Hugvit nú þróað lausn þar sem einfalt er að tengja Teams rásir beint við mál sem gerir það að verkum að einfalt er fyrir notendur að vista skjöl og spjall í GoPro Foris með einum músasmelli. Lausnin byggir á viðbótar Add-In sem sett er upp í Teams og tengir Teams og GoPro Foris saman.
Skjalastjórar hafa haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun Teams svæða, þar sem skjölin þurfa að vera í skjalakerfinu, en mega ekki daga uppi á hinum ýmsu Teams svæðum. Sérstaklega á þetta við um opinberar stofnanir sem að eru jafnvel að vinna saman á þessum svæðum og skjölin þurfa að enda í skjalakerfinu.
Teams samþættingin í GoPro Foris er þægileg viðbót sem að leysir þessa þörf og styður auk þess við kröfur Þjóðskjalasafns Íslands til skilaskyldra aðila. Hér eru meiri upplýsingar um þessa lausn sem aðgengileg er í nýjustu útgáfu af GoPro Foris.