Creditinfo 2020

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2020

CreditInfo hefur um árabil unnið að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði í rekstri, gegnsæi, eiginfjárhlutfalli og fleiri þáttum sem meta afkomu fyrirtækja.

Við erum stolt af því að hljóta viðurkenningu Creditinfo fyrir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2020, en Hugvit hefur verið á þessum lista frá því að viðurkenningin var fyrst veitt.

Við fögnum þessu og þökkum hið góða samstarf við okkar viðskikptavini sem hefur gert okkur kleift að halda stöðugum vexti í öll þessi ár.