Gæðakerfi

GoPro Foris Gæðakerfi

GoPro Foris Gæðakerfið er notendavæn skýjalausn til að halda utan um gæðahandbækur og gæðaskjöl. Kerfið gefur yfirsýn á öll skjöl sem tengjast gæðamálum og gæðahandbók fyrirtækisins. Kerfið býður upp á alla þá virkni sem þarf fyrir útgáfustýringu skjala, rekjanleikja aðgerða og heldur utan um breytingarsögu gæðaskjala.

Mikil sjálfvirkni er í kerfinu og hægt er að skilgreina tilkynningarferla og sniðmát sem flýtir mikið fyrir daglegri vinnu í kerfinu. Kerfið styður við úttektir með gátlistum og skráningu ábendinga. Einnig eru leiðbeiningar fyrir notendur aðgengilegar beint í kerfinu svo auðvelt er að uppfylla staðla, lög og reglugerðir.

Hægt er að birta útgefin gæðaskjöl á vefsíðu fyrirtækisins, en algengt er að gæðaskjöl séu birt á ytri vef og aðgengileg fyrir almenning, til dæmis á þetta við um jafnlaunavottun.

GoPro Foris Gæðakerfið er samþætt við Office365 og GoPro Foris mála- og skjalakerfið. Hvert gæðaskjal getur tilheyrt fleiri en einum gæðastaðli og gæðahandbók og er bara uppfært á einum stað.
Markmið lausnarinnar er að gera gæðastjórum kleift að halda utan um gæðamál og gæðahandbækur á skipulagðan og skilvirkan rafrænan máta.

Hægt er að innleiða gæðakerfi GoPro Foris í áföngum, en einingar eru t.d. gæðahandbók, ábendingar og frávikaskráning, úttektir og úttektaráætlanir.

Hér getur þú fundið meiri upplýsingar um gæðakerfið.