Tilkynningar og fréttir frá Hugviti

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Það gleður okkur mikið að hljóta viðurkenningu Creditinfo fyrir Framúrskarandi fyrirtæki 2017. Þetta er í áttunda sinn sem Hugvit hefur náð þessum árangri, eða allt frá upphafi þess að viðurkenningin var fyrst veitt.

Við fögnum þessu og þökkum hið góða samstarf sem hefur gert okkur kleift að halda stöðugum vexti í öll þessi ár.

 

 

Nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna

Nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna tóku gildi þann 1. febrúar þessa árs.

Við bendum öllum lögskyldum skilaaðilum á þessar reglur. Þær skilgreina nú í fyrsta sinn hvaða upplýsingar afhendingarskyldir aðilar skuli skrá um mál og málsgögn sem þeir hafa til meðferðar.

Notandavænt og aðgengilegt fundakerfi GoPro – í nýju viðmóti

GoPro Fundakerfið er alhliða fundaumsjónarkerfi sem heldur utan um fundi, allt frá undirbúningi til lokaskjölunnar, á einfaldan og öruggan hátt.

Fundakerfið einfaldar fundastjórnun og auðveldar fundargestum aðgang að gögnum. Kerfið hentar sérlega vel fyrir umsýslu reglulegra funda, svo sem stjórnarfunda og nefndarfunda. Mál og gögn færast á einfaldan hátt fyrir fund og eru aðgengileg á vefnum. Fundakerfið er hannað með tilliti til snertiskjáa og snjalltækja, sem bæði fundarritarar og fundargestir njóta góðs af.

Með fundakerfi GoPro má á auðveldan hátt búa til dagskrárliði og láta viðeigandi upplýsingar og gögn fylgja með til fundargesta. Fundarritarar sjá hvað hefur verið sett á dagskrá og sýslað með efni funda, endurraðað þeim og búið til staðlaða fundargerð og dagskrá, í þægilegu viðmóti.

Fundargestir fá rafrænan aðgang að gögnum, yfirsýn á liðna og komandi fundi, og allar nauðsynlegar upplýsingar, án þess að þurfa aðgang að GoPro.

Hafðu samband og fáðu kynningu á fundakerfi GoPro.

Landsréttur og dómstólasýsla velja GoPro

Ríkiskaup birtu nýverið niðurstöður útreikninga á tilboðum sem lögð voru fram fyrir útboð upplýsingakerfis Dómstóla og Dómstólasýslu. Við erum stolt af því að sjá að tilboð Hugvits, sem sambland af gæðamati og verðtilboði, hlaut 99/100 stigum samkvæmt valforsendum. Það verður spennandi að fara af stað með nýtt viðmót GoPro hjá nýrri stofnun og nýju dómstigi.

Við óskum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með góðan árangur. Við þökkum dugnaðinn og eljuna sem fór í þessa vinnu, en markviss vinnubrögð náðu að skila topp einkunn þrátt fyrir knappa tímalínu.

Auk þess notum við tækifærið og óskum Ríkiskaupum til hamingju með metnaðarfullt og framsækið útboð, og þökkum við heimsóknina frá öllum sem tóku þátt í gæðaprófunum.

Hugvit er Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Við erum stolt að hljóta enn á ný viðurkenningu CreditInfo fyrir Framúrskarandi Fyrirtæki 2016.

Það er okkur mikils vert að hafa náð þessum árangri frá upphafi, og viljum við þakka starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir framlag sitt.

 

Stígðu skref inn í framtíðina

GoPro stígur skref til framtíðar með nýjustu uppfærslu. GoPro er nú í boði í skýru og stillanlegu viðmóti sem umbyltir notendaupplifun og stóreykur afkastagetu. Uppbygging viðmótsins er vönum notendum kunnug, en ný tækni gerir upplýsingar aðgengilegri, aðgerðir fljótlegri og viðmótið þægilegra.

Stilltu þitt notendaviðmót eftir þínu höfði, fáðu forskoðun á skjöl, eða samþykktu rýni beint úr málasýn GoPro. Þetta og margt fleira er nú í boði og GoPro kerfið er öflugra en nokkru sinni fyrr. Nýja viðmótið er hannað með snertiskjái í huga og styður bæði Internet Explorer og Chrome.

Fleira er í útgáfunni en nýtt viðmót. Nýjar stýringar á aðgerðaréttindum notenda bætast við, ásamt öflugra dagatali, og ýmsum uppfærslum sem styðja upplýsingaöryggi.

Hafðu samband og fáðu kynningu á nýrri kynslóð GoPro lausna í dag.

* GoPro styður bæði nýtt og hefðbundið viðmót 

Hugvit og nýsköpun í íslensku atvinnulífi

Samtök iðnaðarins standa nú fyrir átaki sem miðar að því að efla áherslur á hugvit sem auðlind til að byggja okkar velferð á. Við hjá Hugviti höfum alla tíð lagt áherslu á mikilvægi hugverka og nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Það er því okkar ánægja að veita verkefni Samtaka iðnaðarins, X-Hugvit, góðfúslegt leyfi fyrir notkun á nafni okkar í framtaki sínu, sem við styðjum heilshugar.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér verkefnið, en það miðar að því að vekja athygli á nýsköpun og skapandi hagkerfi á Íslandi.

Regluleg uppfærsla: GoPro fyrir .NET 2.9

GoPro fyrir .NET útgáfa 2.9 er komin út. Þessi útgáfa er hluti af reglulegum uppfærslum GoPro upplýsingakerfisins.

Ýmsar breytingar er að finna í þessari viðhaldsútgáfu. Búið er að auka skilvirkni kerfisins og bæta leitina, auk þess sem fleiri valmöguleikar tengdir öryggismálum standa nú til boða. Nánari upplýsingar má nálgast hjá þjónustudeild.

Hugvit er Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Hugvit er ‘Framúrskarandi fyrirtæki 2015‘, en þetta er í sjötta sinn sem GoPro ehf hlýtur þessa viðurkenningu Creditinfo. Í henni kemur fram að eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu.

Við erum stolt af því að sjá viðurkenningu þess árangurs sem styrk stjórnun og öflugur vöxtur hefur borið í för með sér undanfarin ár.

 

GoPro fær vottun um gagnaöryggi

Cyber Essetials

Hugvit hefur fékk nýlega alþjóðlega vottun sem snýr að gagnaöryggi, þetta er Cyber Essentials vottunin.

Þessi vottun var þróuð fyrir breska stjórnsýslu og iðnað, til að skapa traustan og öruggan grunn að auknu gagnaöryggi hjá hinu opinbera og draga úr hættu á tölvuárásum.

Cyber ​​Essential kerfi uppfyllir kröfur um gagnaöryggi eldveggja, internetsins, öryggisstillinga, aðgangsstýringa og fleiri öryggisþátta sem koma að stjórnun og rekstri tölvukerfa, þar með talið farsíma og snjalltækja.

Með því að uppfylla Cyber ​​Essentials staðalinn hefur GoPro stigið mikilvægt skref til að tryggja gagnaöryggi í hugbúnaði sínum og hjá viðskiptavinum sínum.

Nánari upplýsingar er að finna hér.