Gagnvirk mælaborð í GoPro Foris

Vantar þig betri yfirsýn á stöðu mála í GoPro Foris? Ef svo er þá gæti gagnvirkt mælaborð verið lausn fyrir þig. Mælaborð dregur fram lykilupplýsingar í GoPro Foris og notendur fá myndræna sýn á stöðu mála. Mælaborð fyrir stjórnendur gefa yfirsýn á álag starfsfólks og auðvelt er að sjá hverjir eru með of mikið af málum á sinni könnu eða jafnvel hverja vantar verkefni. Þannig er hægt að jafna vinnuálag, vinna markvissara og koma í veg fyrir að fara yfir tímamörk mála.

Gagnvirk mælaborð í GoPro Foris halda utan um lykil mælikvarða (e. KPI´s) og tímafresti og gefa myndræna sýn á stöðu mála. Mælaborð geta verið eitt af því mikilvægasta fyrir greiningar og ákvarðanatöku fyrirtækja. Oft sýna þau ákveðin mynstur (e. trend) í fyrirtækinu sem hægt er að greina og leysa eða nýta betur til að auka afköst.

Af hverju mælaborð?

GoPro Foris er skjala- og málakerfi sem heldur vel utan mál og skjöl hjá stofnunum og fyrirtækjum. Til að auðvelda yfirsýn og draga fram lykilupplýsingar þá henta gagnvirk mælaborð í GoPro Foris mjög vel.

Með hjálp sérfræðinga Hugvits getum við stillt saman upp mælaborði fyrir þig, bæði mælaborði fyrir almenna notendur. en einnig fyrir stjórnendur og/eða fyrir skipulagsheildir sem vinna saman að málum og markmiðum.

Með mælaborðum er til dæmis hægt að fylgjast með málum sem eru óafgreidd, í vinnslu eða afgreidd. Þar er hægt að sjá verkefnastöðu og fá sýn á álag starfsfólks. Einnig er hægt að skrá tímamörk á mál og verkefni til að fá enn betri gögn úr kerfinu.

Gagnvirk mælaborð

Mælaborðin í GoPro Foris eru gagnvirk, sem felur í sér að hægt er að grafa sig dýpra í mælaborðið, finna hvaðan tölurnar koma og vinna með upplýsingarnar. Að hafa gagnvirk mælaborð sparar mikinn tíma.

Vinsæl stöðluð mælaborð

Yfirlit yfir skjöl og mál

Sýnir stöðu yfirstandandi mála, til dæmi flokkuð eftir deild, tímamörkum, mikilvægi eða tegund.

Aðgengi að skjölum og málum

GoPro Foris heldur utan um skjöl og mál en með viðbættu gagnvirku mælaborði eru málin flokkuð eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Mælaborðin eru gagnvirk svo hægt er að fara í skjölin í gegnum mælaborðin.

Betri eftirfylgni

Auðveldara að halda utan um sín skjöl og mál og fyrir stjórnendur að fylgjast með framgangi skjala og mála. Kemur frekar í veg fyrir að skjöl fari yfir tímarmörk. Sýna álagstíma og hægt er að bera kennsl á flöskuhálsa og þannig fá tækifæri að bæta verkferla.

Skýrslugerð og greining gagna

Í GoPro Foris er hægt að búa til sjálfvirkar skýrslur og taka þær út í Excel. Hægt er að velja til dæmis að fá tölvupóst einu sinni í viku með fyrirfram ákveðnum skýrslum sem geta meðal annars innihaldið Pivot töflur sem byggja á gögnum frá GoPro Foris.

Endilega heyrðu í okkur

Ef þetta gæti hjálpað þér og þínu fyrirtæki þá endilega bókaðu fund með söluteyminu okkar sem leiðbeinir þér og athugar hvort mælaborð myndi ekki henta ykkur. Saman ákveðum við svo markmiðin með mælaborði og okkar sérfræðingar vinna að því að stilla upp mælaborði sem hentar fyrir ykkur.

Hafa samband

Heildarlausn fyrir sveitarfélög

Við hjá Hugviti bjóðum framúrskarandi mála- og skjalakerfið GoPro Foris sem heildarlausn fyrir sveitarfélög. Sveitarfélagapakkinn okkar inniheldur allar þær lausnir sem sveitarfélög þurfa. Við bjóðum einnig samþættingu við Ísland.is og sjálfvirka ferla við móttöku og útsendingu skjala úr kerfinu. Þessar lausnir styðja við stafræna ferla sveitarfélaga. Við bjóðum okkar lausn í ISO 27001 vottaðri kerfisleigu, sem þýðir að við tryggjum öruggt umhverfi, vöktun, afritaþjónusta og hýsingu. Lausnin okkar er hönnuð með það í huga að viðmótið sé notendavænt og fallegt.

Mála- og skjalakerfið GoPro Foris heildarlausn fyrir sveitarfélög

Mála- og skjalakerfið GoPro Foris fyrir sveitarfélög er heildstæð lausn og er meðal annars í notkun hjá Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á skilvirkni í málavinnslu, þar sem samþætting við O365 lausnir skipta máli. Auk þess sem sjálfvirkni í móttöku og skráningu umsókna, samþætting við Mannvirkjaskrá vegna meðhöndlunar byggingaleyfa og regluleg og ítarleg fundastjórnun er hluti af þörfum sveitarfélaganna. GoPro Foris uppfyllir þessar þarfir og með öflugri samþættingu við Office svítuna verður skjölun gagna og samskipta einföld og þægileg.

Sveitarfélagalausnir GoPro Foris

Hér er yfirlit yfir þær lausnir sem flest sveitarfélög þurfa og hjálpa til við að bjóða íbúum rafræna þjónustu og einfalda þjónustuferla.

  • Mála- og skjalakerfið GoPro Foris er samþætt við Ísland.is. Bæði fyrir sjálfvirka skráningu og móttöku umsókna sem og deilingu skjala í pósthólf á Ísland.is.
  • Byggingafulltrúalausnin okkar er samþætt við kerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir umsjón og skráningu byggingarleyfa og annarra umsýslu byggingarfulltrúa.
  • Mínar síður fyrir íbúa sveitarfélagsins, þar eiga umsóknir og samskipti sér stað. Hægt er að samþætta mínar síður við fjárhagskerfi og fleiri kerfi til uppflettingar
  • Fundakerfi GoPro Foris fundarkerfið sem öll umsjón funda á sér stað og er tengt við mála- og skjalakerfið. Það er hægt að búa til dagskrárliði í málakerfinu og setja fyrir á fundum. Hægt er að varpa fundargerðum beint á vef viðkomandi sveitarélags.
  • Viðmót skjalastjóra fyrir Rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands, einfaldara yfirsýn yfir 5 ára skjalavörslutímabil, Þjóðskjalasafns Íslands eða Héraðsskjalasafns sveitarfélagsins.
  • GoPro Foris kerfið byggir allt á Microsoft Office sniðmátum og er mjög öfluga samþættingu við O365, má þar nefna við Teams og One Drive.
  • Með GoPro Foris fylgir hliðarstika (Add-In) í Outlook sem er þægileg leið fyrir notandann til að skjala pósta beint inn á mál í gegnum Outlook.
  • Rafrænar undirritanir skjala eru gerðar beint inn í kerfinu með undirritunarþjónustum frá þriðja aðila (Dokobit og/eða Taktikal).
  • Hægt er að deila skjölum í Signet Transfer, sem hentar vel fyrir velferðarsvið og barnavernd.

Auk þess bjóðum við líka Samningakerfi og Gæðakerfi sem einfalt er að bæta við og eru í sama viðmóti og skjala- og málakerfið.

Mælaborð með myndrænni sýn á stöðu mála

Við bjóðum upp á Mælaborð með myndrænni sýn á lykil árangursmælikvarða (e. KPI’s). Þá er auðveldara að fá yfirsýn og lesa úr upplýsingunum í GoPro Foris. Vinsæl mælaborð sem við höfum sett upp eru til að mynda til að fylgjast með málum og stöðu þeirra. Þar er hægt að sjá hvaða starfsfólk er að sinna málum og verkefnunum og greina hvort einhver sé með of mikið af málum á sinni könnu. Einnig er hægt að skrá tímamörk á mál og verkefni til að fá enn betri gögn úr kerfinu. Þetta hjálpar til við að deila álagi hjá sveitarfélaginu og gæta þess að standa við tímafresti mála.

Viltu heyra meira?

Endilega vertu í sambandi til að fá meiri upplýsingar,  tölum saman um þarfir fyrir mála- og skjalakerfi fyrir þig og þitt sveitarfélag. Þú getur smellt hér til að fylla út beiðni um fund og við verðum í sambandi við þig eins fljótt og auðið er.