Ráðstefna Hugvits

Fjölmenn ráðstefna Hugvits var haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 16. nóvember. 

Dagskráin var fjölbreytt og gaf góða innsýn í allt það nýjasta er viðkemur málastjórnun, samþættingu við lausnir eins og Ísland.is og Microsoft 365. 

Reykjavíkurborg, Forsætisráðuneytið og Starfrænt Ísland var með erindi á ráðstefnunni ásamt því að starfsfólki Hugvits sem fjölluðu um notkun, innleiðingar og lausnir.

Hugvit þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og endilega verið í sambandi við okkur við erum ávallt tilbúin að ræða frekari lausnir við þá sem þess óska.  

Endilega verið í sambandi ef þið viljið frekari kynningar eða upplýsingar

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni:

Hugvit á ráðstefnu IRMA

Þetta þarftu að vita!

Fimmtudaginn 31. ágúst fer fram ráðstefna á vegum IRMA – Félags um skjalastjórn á Hótel Nordica undir heitinu Þetta þarftu að vita.

Hugvit mun verða með sýningabás á ráðstefnunni og kynna nýja lausn sem gerir stofnunum kleift að birta skjöl úr GoPro Foris skjala- og málakerfinu hjá notendum með pósthólf á Ísland.is. Þessi lausn er hönnuð með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram um stafrænt pósthólf stjórnvalda á Ísland.is.  Einnig er búið að samþykkja innleiðingaráætlun fyrir öll ráðuneyti og undirstofnanir, þar sem tímaplan er fyrir hvenær æskilegt að er að stofnanir hefji deilingu ganga til Ísland.is.

Tenging GoPro Foris skjala- og málakerfisins við pósthólf á Ísland.is uppfyllir þarfir stofnana um að deila skjölum beint úr GoPro Foris í pósthólf á Ísland.is á einfaldan og þægilegan máta. Lausnin heldur utan um rekjanleikja og skjölun á öllu sem viðkemur birtingu skjala í pósthólfinu; hver deildi með hverjum og hvenær.

Gögnin eru birt með sannarlegum hætti hjá móttakanda, sem auðkennir sig og getur þá nálgast þessi gögn í sínu pósthólfi hjá Ísland.is.

Við munum segja nánar frá þessari lausn og fleirum á ráðstefnunni og hvetjum okkar viðskiptavini til að mæta.

GoPro nýjungar vegna GDPR

Ert þú tilbúin fyrir nýja persónuverndarlöggjöf?

Þann 8. maí kynnir Hugvit nýja nálgun í lausnum fyrir persónuvernd.
Kynningin verður haldin á hótel Hilton Reykjavík Nordica, kl. 8.15 – 10.00.

Hugvit hefur undanfarið ár lagt mikla áherslu á að ná leiðandi stöðu á sviði lausna persónuverndar í mála-, skjala-, ferla- og GDPR kerfum.

Á fundinum mun Hugvit kynna uppfærða vörulínu GoPro kerfanna, þar sem ný tækni sem tekur til persónuverndar er samþætt inn í högun kerfanna með innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd (e. privacy by design).

  • Ný virkni í grunnkerfum – GoPro Foris mála-, skjala- og GDPR kerfi
  • Ný tækni fyrir sérkerfi, fyrir þá aðila sem þurfa sérhæfðar lausnir

Kynntar verða aðrar aðgerðir og samningar Hugvits, þ.m.t:

  • ný persónuverndarstefna fyrirtækisins og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði laganna
  • upplýsingaöryggisstefna Hugvits og hvernig hún einfaldar viðskiptavinum að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga
  • vinnslusamningur, sem tekur á kröfum sem gerðar eru til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila í nýjum persónuverndarlögum

Upplýsingakerfi eru lykilþáttur í hlýtni við ný persónuverndarlög. Hugvit setur markið hátt og við hlökkum til að kynna þessar nýjungar fyrir viðskiptavinum okkar. Skráning stendur yfir hér.

GoPro AFIP á IASIU 2016 málstofunni

GoPro mun sýna GoPro AFIP lausnina á IASIU málstofunni í Las Vegas í september. Með vaxandi fjölda nýrra svikamála, gagnamagni og reglugerða, verða rannsóknarmenn að finna betri verkfæri til að takast á við stigmagnandi álag. GoPro AFIP hámarkar arðsemi svikarannsókna, með öflugri sjálfvirkni og yfirliti, sem setur flóknar rannsóknir á skýrara samhengi.

Verið velkomin á básinn okkar (Bás 105) og sjáið hvað GoPro getur gert fyrir þig.

GoPro kynnir hugbúnað fyrir gæðamál og öryggi á Fraud & Error 2016

GoPro tekur þátt í Fraud & Error 2016 ráðstefnunni, 23. febrúar á Victoria Park Plaza, London, Bretlandi. GoPro AFIP hugbúnaðurinn er öflug lausn fyrir svika- og spillingarrannsóknir, forvarnir og önnur öryggismál. Lausnin hefur vakið mikla athygli á þessu sviði erlendis og hefur verið tekin í notkun hjá alþjóðlegum bankastofnunum og stórum breskum ríkisstofnunum.

Við hvetjum áhugasama til að líta við á básnum okkar og fá kynningu á því hvernig við hjálpum opinberum sem einka aðilum að takast á við áskoranir í gagnastjórnun og gæðamálum.

Hugvit á alþjóðlegri skjalaráðstefnu ICA

ica-logo

Hugvit tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um skjalavörslu og varðveislu gagna sem haldin verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica dagana 28.-29. september 2015. Það eru samtökin ICA, eða Inernational council on archives, sem halda ráðstefnuna í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og hefur verið lagður mikill metnaður í dagskránna. Hugvit býður ykkur hjartanlega velkmomin í heimsókn á kynningarbásinn okkar til að ræða málin og skoða það nýjast í GoPro. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig hérna ICA2015.