Takk fyrir frábæra ráðstefnu og samveru
Það var einstakt að sjá svo marga viðskiptavini og samstarfsaðila mæta. Dagurinn var fullur af spennandi erindum, nýjungum og góðum samtölum um framtíðina í GoPro lausnunum.
Við fórum yfir nýjustu útgáfuna okkar útgáfu 22, þar sem miklar breytingar eru á leiðinni m.a. ný og endurbætt leit, nýtt Outlook Add-in og fleira sem mun einfalda daglegt vinnuflæði. Einnig var farið yfir nýtt þjónustuborð , nýtt útlit á þjónustu- og fundagátt. Nýjar lausnir fyrirnsveitarfélög, eins og Velferðarlausn og Byggingafulltrúalausn.
Nýsköpun og samstarf
Á ráðstefnunni tókum við fyrir nokkur af stærstu þróunarverkefnum Hugvits og fengum góða innsýn frá bæði starfsfólki og samstarfsaðilum.
Gervigreind og framtíð GoPro
Við kynntum ný verkefni tengd gervigreind og sjálfvirkni sem munu:
- Skila betri greiningu, flokkun og innsýn í gögn
- Stytta afgreiðslutíma mála
- Auka einfaldleika og aðgengi að gervigreindartólum
- Daði Ólafsson fór yfir helstu lögfræðilegu atriði sem þarf að hafa í huga við notkun og innleiðingu
Nýtt þjónustuborð – einfaldari samskipti
Við sýndum einnig nýtt þjónustuborð sem mun:
- Bjóða upp á skýrari yfirsýn
- Auka hraða og gæði þjónustu
- Einfalda samskipti og verkbeiðnir til Hugvits
Reynslusögur frá samstarfsaðilum
Gestir fengu að heyra hvernig GoPro er notað í raunverulegum verkefnum:
- Efling sýndi hvernig GoPro hefur stytt afgreiðslutíma mála og bætt verkferla
- Þau nota Tableau tengingu við GoPro til að fylgjast með stöðu mála og álagi
- Stafrænt Ísland kynnti umsóknarkerfi sitt og birtingu í pósthólfí
- Þessar lausnir tengjast beint við GoPro og einfalda daglegt vinnuflæði notenda
Í framhaldi af ráðstefnunni
Það var gaman að sjá hversu mikil virkni og kraftur var í umræðunum, og greinilegt að GoPro er mikilvægt verkfæri í fjölbreyttum verkefnum hjá notendum okkar.
Við erum að hefja fyrstu uppfærslur og hvetjum þá sem vilja vera meðal þeirra fyrstu til að fá uppfærsluna að hafa samband við okkur. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir helstu nýjungar í útgáfu 22.
Áhrifahópar – leiðin áfram
Við erum jafnframt að stofna áhrifahópa notenda sem vinna munu náið með okkur að því að móta framtíðarútgáfur af GoPro lausnunum. Á ráðstefnunni kynntum við þrjá hópa sem verða virkjaðir í byrjun nýs árs:
- Skjalastjórahópur – fyrir þá sem vinna með mál, skjöl og rafræn skil.
- Gervigreindarhópur – fyrir þá sem vilja taka þátt í þróun nýrra GoPro lausna á því sviði.
- Einfalt notendaviðmót – fyrir almenna notendur og aðra sem hafa áhuga á að einfalda aðgerðir og viðmót almennra notenda.
Ef þú vilt kynna þér áhrifahópana eða skrá þig, þá geturu gert það hér:
👉 Skráning í áhrifahópa
Við hlökkum til að halda áfram að þróa lausnir sem styðja við ykkar starf og gera GoPro enn betra 💚




























